Fara í efni

Valdefling felur í sér að ná tökum á eigin lífi

Valdefling felur í sér að ná tökum á eigin lífi með því að efla sjálfan sig með öðrum notendum og fagmönnum á jafningjagrunni.
Valdefling felur í sér að ná tökum á eigin lífi

Í aðraganda Alþjóða Geðheilbrigðisdagsins sem er þann 10. september þá birtum við þessa góðu grein.

Valdefling felur í sér að ná tökum á eigin lífi með því að efla sjálfan sig með öðrum notendum og fagmönnum á jafningjagrunni.

Að læra að hugsa á gagnrýninn hátt, að komast upp úr hjólförunum, að sjá hluti á annan hátt.  Að finnast maður ekki vera einn, finnast maður vera hluti af hópi.  Hópefli er mikilvægur liður í skilgreiningu okkar. Valdefling er ekki eitthvað sem gerist eingöngu hjá einstaklingnum, hún felur í sér að upplifa tengsl við annað fólk.

Valdefling er meira en tilfinning eða kennd, við lítum á slíkt sem undanfara framkvæmda. Þegar manneskja kemur breytingu til leiðar eykst sjálfstraust hennar og það leiðir af sér frekari og áhrifameiri breytingar. Enn og aftur leggjum við áherslu á að þetta er ekki eingöngu  einstaklingsbundin breyting heldur hefur þetta áhrif á heildina.

Valdefling er ekki ákvörðunarstaður, heldur ferðalag; enginn hefur náð einhverju lokastigi þar sem frekari þroski og breyting er óþarfi.

Eftir því sem valdefling einstaklingsins eykst fer hann að finna fyrir auknu sjálfsöryggi og aukinni trú á eigin getu. Þetta leiðir til þess að hann verður færari um að stjórna eigin lífi, sem hefur aftur í för með sér enn bættari sjálfsmynd. Að hægt sé að ná bata og það sé hægt að fara fjölbreyttar leiðir í bataferlinu.

Hin neikvæða ímynd „geðsjúklings”, sem hefur verið tengd persónunni órjúfanlegum böndum, fer líka að breytast. Einstaklingurinn gæti losað sig algjörlega við stimpilinn eða gæti endurskilgreint hann þannig að hann gefi til kynna jákvæða eiginleika.  Maður öðlast von og sér tilgang með lífinu og á sér drauma eins og hver annar.  Losnar við eigin fordóma og öðlast meira frelsi sem þáttakandi í lífinu.

Menn leita sér aðstoðar við ýmsum sjúkdómum hjá öðrum samtökum og því ætti ekki að gilda  sama um þann sem glímir við geðsjúkdóm eða einangrar sig?   Gefðu þér tækifæri á að rjúfa þína einangrun með öðrum sem hafa glímt við það sama.

Útdráttur úr greininni „A Working Definition of Empowerment” eftir Judi Chamberlin.

Grófin er staðsett á Akureyri í Hafnarstræti 95., 4. hæð, fyrir ofan Apótekarann í göngugötunni

https://grofin.wordpress.com/

Sparnaður og mín sýn á stjórnvöld, kerfið, félagssamtök og fjölmiðla.

Sparnaður með félagssamtökum og fagmönnum á jafningjagrunni. Ráða batafulltrúa á geðdeild SAk sem getur m.a. bent á úrræði og verð millliliður gagnvart kvörtunum og hvað mætti betur fara fyrir þau sem þurfa á þjónustu og þar á meðal eru aðstandendur sem verða oft útundan í kerfinu.

Með lyf þá var ég á miklum lyfjum en er á litlu í dag með að nýta mér m.a. Hugarafl.  Hugsanlega verð ég lyfjalaus einhvern tímann en það er ekki markmið í sjálfu sér. Sama má segja að hjá okkur í Grófinni hafa menn getað minnkað við sig lyf eftir að hafa tekið skrefið og nýtt sér hjálpina með að hafa sinn lækni með í ráðum.

Meiri fræðslu og forvarnir í samfélaginu til að auka skilning og draga úr fordómum gagnvart þeim sem eru að glíma við geðraskanir.  Stuðla þarf að bættri nálgun í geðheilbrigðiskerfinu þar sem hugmyndir valdeflingar um notendasýn og bataferli á jafningjagrunni fái aukið vægi.

Það eru mörg félög að gera góða hluti á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni sem hafa hjálpað mörgum að stíga skrefið í átt að bata og bættum lífsgæðum. Með meiri samvinnu félagssamtaka,  kerfisins og stjórnvalda er m.a. hægt  að minnka álag á geðdeildum og koma í veg fyrir að fólk einangri sig sem getur haft alvarlegar afleiðingar.  Kalla líka eftir meiri samvinnu félaga á landsvísu þótt  þau séu með mismunandi úrræð þá ættu þau að geta unnið saman að ýmsum stórum verkefnum og hafa áhrif sem ein stór heild.

Við þurfum að komast úr gömlu hjólförunum og vinna betur saman. Enda er hluti af valdeflingunni að komast úr gömlu hjólförunum.  Fjölmiðlar geta spilað stórt hlutverk  með enn betri samvinnu við félagssamtök með að sýna það jákvæða sem er gert.  Margt hægt að gera með jákvæðni og opnum huga að leiðarljósi fyrir fólkið sem þarf á þessu að halda.

Höfundur greinar:

Eymundur L. Eymundsson,  ráðgjafi og notandi í bata af geðröskunum