Fara í efni

Varnir gegn gómsjúkdómum

Það er hægt að fyrirbyggja að tennur fullorðinna losni með góðri munnhirðu og að fylgjast vel með munnheilsu.
Gómsjúkdómar
Gómsjúkdómar

Það er hægt að fyrirbyggja að tennur fullorðinna losni með góðri munnhirðu og að fylgjast vel með munnheilsu.

Nauðsynlegt er að þekkja einkenni gómsjúkdóma sem orsakast í flestum tilfellum af viðvarandi skán með bakteríum við gómlínu tanna (plaque) sem veldur bólgu. Það má fyrirbyggja að skán myndist með tannburstun tvisvar á dag og að nota tannþráð til að ná skán milli tanna (sjá leiðbeiningar og myndbönd á vefnum www.landlaeknir.is). Ef vandamálið er greint á byrjunarstigi má í flestum tilfellum lækna það.

bb

8 atriði til viðvörunar:

  1. Það blæðir auðveldlega úr gómum (t.d. við tannburstun)
  2. Gómar eru mjög rauðir, viðkvæmir eða bólgnir
  3. Ef gómur er að losna frá tönnum
  4. Andremma verður stöðugt vandamál og viðvarandi vont bragð í munni
  5. Þegar það er gröftur við tannlínu í gómum
  6. Vart verður við breytingu á biti eða þér finnst tennur ekki passa lengur saman
  7. Þeir sem nota tannbrú eða gervitönn finna að þær passa ekki lengur
  8. Tennur losna, skekkjast eða bil eykst á milli tanna

Hér má sjá frekari upplýsingar um gómsjúkdóma

Heimild: heil.is