Fara í efni

Verða karlar veikari en konur?

The man flu.
Verða karlar veikari en konur?

Það er svínaflensa, fuglaflensa en hvað með hrútaflensu eða „man flu“.

Konur hafa löngum gert grín að mönnum sínum fyrir að haga sér eins og smábörn þegar þeir fá flensu, þeir kvarti mikið og haldi því fram að þeir þjáist meira en konur.

En getur verið að það sé eitthvað til í þessu að karlar verði veikari en konur.  Á systurvef Lifðu núna aarp.org er greint frá því að kanadískir vísindamenn hafi gert tilraunir á músum til að kanna hvort þetta eigi við rök að styðjast og þeirra niðurstaða var jákvæð fyrir karlana. Tilraunin gekk út að sýkja fullorðnar karl og kvenkyns mýs af inflúensuveiru.

Karlkyns mýsnar sýndu strax meiri svörun við sýkingunni en kvenkyns mýsnar. Þeir skulfu af kulda og í blóði þeirra fannst meiri bólgumyndun en hjá kvenmúsunun. Þeir litu meira að segja aumingjlegar út en kvenkynsmýsnar, skriðu út í horn og hnipruðu sig saman.

Hugsanleg skýring á þessu að karl og kvenhormón virka mismunandi á ónæmiskerfið. Konur hafa mikið af estrogenhormónum og þeir valda því að ónæmiskerfi kvenna verður virkara. Þær veikjast hastarlega en batnar mun fyrr. Það sama á ekki við um karlkynshormónið . . . LESA MEIRA