Fara í efni

VIÐTALIÐ: Pétur Ásgeirsson er höfundur stafrænu barnabókarinnar um ævintýri Magnúsar

Lestu skemmtilegt viðtal og kíktu Pétur í Hagkaup Garðabæ 22. desember kl. 21 eða í Smáralind 23. desember kl.21
VIÐTALIÐ: Pétur Ásgeirsson er höfundur stafrænu barnabókarinnar um ævintýri Magnúsar

Lestu skemmtilegt viðtal og kíktu á Pétur í Hagkaup Garðabæ 22. desember kl. 21 eða í Hagkaup Smáralind 23. desember kl.21

 

Fullt nafn:  Pétur Ásgeirsson

Segðu okkur aðeins frá sjálfum þér og hvaðan ert þú?

Ég er fæddur 1983 í Reykjavík, fór til Guatemala sem skiptinemi árið 2000 og þar kynntist ég konunni minni. Við höfum búið í Guatemala í 10 ár, eigum 3 börn og erum að flytja til Íslands.

Nú var tæknin á allt öðrum stað þegar þú varst barn heldur en hún er núna, last þú mikið sem barn og hverjar voru þá þínar uppáhaldssögur og sögupersónur?

Ég las lítið sem ekkert þegar ég var barn því ég er með lesblindu og átti í miklum erfiðleikum með lestur.

Menntun og við hvað starfar þú í dag?

Ég menntaður ljósmyndari og í dag rek ég fyrirtækið Icepano þar sem  ég býð upp á 360° myndatöku/sýndarveruleika, einnig gerð smáforrita og myndatökur með dróna ofl.

Hver eru þín helstu áhugamál?

Mér finnst gaman að ferðast og taka myndir. Nýt mín vel við útiveru í náttúrunni með fjölskyldunni.

Átt þú bakgrunn í íþróttum eða varstu í skátunum þegar þú varst barn?

Ég var í körfubolta og æfði með Fjölni.

Stundar þú einhverja heilsurækt?

Ég reyni að mæta í ræktina eins oft og ég get.

Í Smáralind með kynningu

Hver var kveikjan að sögunum um Magnús og ertu kominn með framhaldssögu á teikniborðið um hann?

Hugmyndin vaknaði að gera sögu um lítinn víkingastrák þegar ég var með nýfæddan son minn í hálfan mánuð og var hann mjög veikur. Hins vegar er ég sjálfur lesblindur og forðaðist bækur sem barn, því langaði mig að gera bók sem væri í senn hljóð -og lesbók, þar sem allir geta notið sögunnar. Í vinnslu er að gefa Magnús út á ensku, spænsku og tungumálum Norðulandanna.

Ég er komin með hugmynd að framhaldi þar sem við kynnum til sögunnar systur hans Magnúsar og leikföng eins og leggi og kjamma.

Nú eru íþróttir, jaðaríþróttir, skátarnir og skák vinsælt hjá mörgum börnum og ungmennum gætir þú hugsað þér að skrifa sambærilega sögu með þessi áhugamál sem megin bakgrunn í sögunni?

Já, ég gæti alveg hugsað mér það.

Hvað með mat og næringu og heilsusamlegan lífsstíl, væri hægt að setja saman sögu um það?

Já og mjög sniðug hugmynd einmitt að kynna fyrir krökkum mikilvægi þess að borða hollan mat og hugsa um heilsuna. Það væri hægt að setja það upp á mjög skemmtilegan hátt.

Nefndu þrennt sem þú átt alltaf til í ísskápnum ?

Egils Kristal með sítrónubragði, mangó og avokadó.

Hver er þinn uppáhalds matur & matsölustaður?

Íslenskt lambalæri er uppáhalds maturinn, en uppáhalds matsölustaður fjölskyldunnar er La Casona, en hann er í bænum okkar Asusion Mita í Guatemala.

Ert þú að lesa eitthvað þessa dagana og hver er besta bók sem þú hefur lesið?

Nei.

Ef þú ætlar að „tríta“ þig sérlega vel hvað gerir þú ?

Á notalega stund með fjölskyldunni.

Hvað segir þú við sjálfa þig þegar þú þarft að takast á við stórt/erfitt verkefni ?

Ég get þetta, ekkert mál.

Hvar sérð þú sjálfan þig fyrir þér eftir 5 ár?

Búinn að koma mér og fjölskyldunni vel fyrir á Íslandi og enn að vinna að því sem ég hef gaman af, en það finnast mér mikil forréttindi.