Fara í efni

Viltu breytingar?

Kröfur um að breyta lífsvenjum geta komið frá ýmsum áttum bæði utanaðkomandi eða af innri þörf, þó er mörgum illa við breytingar. Sannleikurinn er sá að þú ert þegar að breyta ýmsum atriðum á hverjum degi sem varða þig sjálfa/n og til að hafa áhrif á umhverfi þitt. Þetta er þróun sem er stundum meðvituð en getur verið ómeðvituð t.d. vegna áhrifa frá öðrum eða ákveðnum atburðum.
Viltu breytingar?
Viltu breytingar?

Kröfur um að breyta lífsvenjum geta komið frá ýmsum áttum bæði utanaðkomandi eða af innri þörf, þó er mörgum illa við breytingar.  Sannleikurinn er sá að þú ert þegar að breyta ýmsum atriðum á hverjum degi sem varða þig sjálfa/n  og til að hafa áhrif á umhverfi þitt.  Þetta er þróun sem er stundum meðvituð en getur verið ómeðvituð t.d. vegna áhrifa frá öðrum eða ákveðnum atburðum.

Það er aldrei of seint að gera eitthvað í málum sem liggja þungt á manni. Það er undir þér komið að taka ákvarðanir og styrkur ásamt trú um hvernig best er að snúa sér í málinu kemur innanfrá og byggir á eigin þekkingu og gildum í lífinu. Það sem þarf er traust á sjálfum sér og sínum tilfinningum og kjark til að vera sjálfum sér samkvæmur en það getur dregið úr álagi og uppsöfnun á streitu.

Á vef Harvard Háskóla má finna rannsóknarniðurstöður og handhægar leiðbeiningar um hvernig er hægt að gera breytingar varðandi ákveðna áhættuþætti (hér er gefið dæmi um streitu) og forvarnir sem hafa hjálpað fólki að vinna með sín vandamál, t.d. streitu, bæta svefn og auka vellíðan með bættum lífsháttum.

Mikil streita getur leitt til andlegra og líkamlegra einkenna sem geta verið nokkuð persónubundin en algeng einkenni eru t.d.: 

• höfuðverkur 
• bakverkur 
• svefntruflanir 
• þreyta 
• kvíði 
• áhyggjur 
• vera útbrunninn 
• lítil framleiðni 
• sinnuleysi, doði 

Hér eru nokkur dæmi til að draga úr streitu:

  1. Gera daglega áætlun eða dagskrá og ákveða hvað það er sem þú verður að gera fyrst
  2. Deila verkum til annarra
  3. Læra að segja nei ef þú ert ofhlaðin/n verkefnum og mikið er leitað til þín
  4. Undirbúa þig fyrir athafnir sem þú upplifir að séu „stressandi“
  5. Læra djúpöndun og finna aðferðir til að slaka á (setja það inn á dagskrána)
  6. Lifa heilsusamlegu lífi (t.d.holl og regluleg næring, góður svefn og regluleg hreyfing)
  7. Rækta félagsleg tengsl og tala um líðan við fjölskyldu og vini
  8. Vera meðvituð/aður um streituvalda

til dæmis:

• daglegir erfiðleikar og umhverfisáhrif 
• breytingar eða álag tengt æviskeiði 
• vinnumissir, vinnuframi, eða vinnutengt álag 
• fjármálin 
• álag í hjónabandi eða sambúð 
• ágreiningur milli manna eða í fjölskyldunni 
• óöryggi eða innri ágreiningur, vanlíðan og veikindi 

Ameríska sálfræðifélagið er með sjálfspróf um streitu á sinni heimasíðu ef þú vilt kanna þekkingu þína á þessu fyrirbæri er um að gera að skella sér á vefsvæðið:

http://www.apa.org/helpcenter/stress-smarts.aspx

heimild: heil.is