Vöðvarýnun sýnleg eftir sextugt
„Það er einstaklingsbundið hvenær við sjáum áhrif vöðvarýrnunar hjá fólki. Vöðvar fólks fara að rýrna eftir þrítugt en áhrifin verða meira áberandi í kringum fimmtugt og eftir sextugt er rýrnunin orðin sjáanleg,“ segir Tinna Stefánsdóttir, yfirkennari verklegrar kennslu í ÍAK einkaþjálfaranáminu hjá Keili.
Hún segir að það sé hægt að vinna gegn rýrnun vöðvanna, rannsóknir sýni að þó fólk sé farið að rýrna geti það bætt á sig vöðvamassa með réttum líkamsæfingum.
Tinna segir að fólk í dag sé almennt hraustara en það var fyrir nokkrum áratugum. Færri vinni líkamlega vinnu og því sé fólk ekki eins slitið af erfiðisvinnu og það var. Þess í stað séu komin önnur vandamál fleiri þjáist af allskyns lífstílssjúkdómum svo sem offitu, sykursýki og gigt. Gegn þessu þurfi að vinna. Hún segir að rétt þjálfun fólks sem komið er á miðjan aldur og þaðan af eldra geti unnið gegn lífstílssjúkdómum. „Það er ekki spurning að það er hægt að auka lífsgæði fólks verulega með réttri líkamsþjálfun. Það eru til að mynda ómæld lífsgæði fólgin í því að geta farið í göngutúra út í náttúruna eða bara að geta gengið upp stiga án mikillar fyrirhafnar.
Eftir því sem líður á ævina minnkar jafnvægisskynið en með því að æfa er hægt að bæta það til muna. Gott jafnvægi minnkar líkurnar á að fólk detti og slasi sig. Liðleiki fólks eykst og styrkurinn sömuleiðis,“ segir Tinna og bætir við að það megi heldur ekki gleyma andlega þættinum. Hreyfing vinni gegn þunglyndi og bæti svefn.
Eftir tíðahvörf kvenna eykst hættan á beinþynningu. Karlar fá líka beinþynningu en ekki í sama mæli og konur. „Ýmsar rannsóknir benda til þess að beinþynning liggi í ættum. Ef að einstaklingur er komin með beinþynningu er ekki hægt að koma í veg fyrir hana en líkamsrækt og styrktarþjálfun sérstaklega getur hægt á beinþynningunni. Beinþynningu fylgir oft léleg líkamsstaða, fólk missir góða stöðu á bakinu og kryppa myndast. Oft er erfitt að vinna með hana þegar hún er komin en hægt er að vinna með líkamsstöðu einstaklings til að bæta hana og minnka álag á liði.
Tinna segir að eldra fólk ætti að stunda styrktarþjálfun í . . . LESA MEIRA