Fara í efni

16 hlutir sem fólk sem þjáist af langvarandi verkjum vill að þú vitir

16 hlutir sem fólk sem þjáist af langvarandi verkjum vill að þú vitir

 

1.  Við leggjum okkur mikið fram við að líta vel út

Við heyrum oft „þú lítur ekki út fyrir að vera veik“ en sannleikurinn er að flest okkar leggja mikið á okkur til að við lítum eðlilega út. Við leggjum okkur áður en við förum út og tökum verkjalyf á réttum tíma. Stundum eru verkirnir svo miklir og við svo þreytt eftir að reyna að virðast heilbrigð að okkur langar til að leggjast í gólfið þar sem við stöndum en gerum það (venjulega) ekki fyrr en við komumst heim í rúmin okkar.


2.  Þetta er ekki allt ímyndun hjá okkur

Þótt að þú getir ekki séð það, þýðir ekki að það sé ekki til staðar. Tíminn sem við verjum í heilbrigðisleit er ekki vegna ímyndunarveiki eða athyglissýki heldur útaf líkamlegum óþægindum. Það sem við erum að leita að er eitthvað til að bæta lífsgæði okkar, og stundum að orsök verkjanna ef hún er ekki þekkt.


 3.  Við erum ekki að gera úlfalda úr mýflugu.

Við erum í raun og veru með meiri verki en þú heldur. Rannsóknir hafa sýnt að almennt vanmetur fólk sársauka annarra. Mögulega er orsökin sú að það er erfitt að ímynda sér langvarandi verki, sérstaklega ef þú hefur aldrei upplifað þá sjálf/ur. Jafnvel þeir sem hafa upplifað svipaða tegund verkja eiga erfitt með að muna eftir þeim þar til þeir upplifa þá aftur.


 4.  Sama hve lengi við höfum þjáðst, þá meiðum við okkur ennþá

Að finna fyrir verkjum í langann tíma veitir okkur ekki ofurkrafta eða ónæmi fyrir þeim. Aftur á móti er algengt að fólk sem þjáist af langvarandi verkjum hætti að sýna merki um þá. Þannig að þú getur í raun og veru aldrei vitað hve mikinn sársauka viðkomandi er að upplifa út frá hegðun eða útliti.


 5.  Stundum eigum við bara ekki nægar skeiðar

Kenningin um skeiðarnar (Spoon Theory) er myndlíking ætluð til að útskýra hvernig lífið er ef maður þjáist af langvarandi veikindum eins og langvarandi verkjum. Christine Miserandino, kona sem þjáist af Rauðum Úlfum (Lupus), bjó til hugtakið í pistli á vefsíðunni sinni  ButYouDontLookSick.com

Grunnhugmyndin er að þegar þú lifir með langvarandi ástandi vaknir þú á hverjum degi með ákveðið margar skeiðar til afnota. Í hvert skipti sem þú framkvæmir eitthvað – ferð frammúr, þrífur, klæðir þig – þá glatarðu einni skeið. Þegar þú hefur klárað skeiðarnar, er ekki hægt að gera meira þann daginn.

Langvarandi verkir geta gert mann örþreyttan og uppgefinn og samlíkingin við skeiðarnar sýnir hvernig við þurfum að takmarka okkur og hve stjórnlaust það getur verið. Þannig að ef við afturköllum það sem ætluðum að gera með þér, getur vel verið að það sé af því að við kláruðum skeiðarnar okkar.


 6.  Við erum ekki löt

Raunin er þvert á móti að við þurfum oft að leggja tvöfalt meira á okkur til að framkvæma hluti sem flestir eiga auðvelt með.


 7.  Ef við vinnum ekki þá er ástæða fyrir því

Sum okkar hafa bara ekki nægar skeiðar til að vinna auk þess að lifa daglegu lífi. Það getur aukið verkina okkar úr umberanlegum í óbærilegar kvalir. Flestir atvinnurekendur eru heldur ekki beint að leita að starfsmanni sem getur bara unnið nokkra klukkutíma í viku, er algerlega óáreiðanlegur, gæti mætt eða ekki og gæti þurft að hætta á miðri vakt vegna verkjakasts sem gerir þeim ómögulegt að vinna.


 8.  Það er virkilega erfitt að fara framúr á morgnanna… og alltaf!

En það þýðir ekki að við getum ekki skemmt okkur í rúminu…LESA MEIRA