Fara í efni

5 merki þess að hormónarnir þínir eru ekki í lagi

Réttu upp hönd ef að þú hefur fundið fyrir eftirfarandi síðastliðnar vikur: þreytu, uppþembu og ómöguleg í skapinu.
5 merki þess að hormónarnir þínir eru ekki í lagi

Réttu upp hönd ef að þú hefur fundið fyrir eftirfarandi síðastliðnar vikur: þreytu, uppþembu og ómöguleg í skapinu.

Hljómar þetta kunnuglega?

Ef svo er, þá veistu um hvað málið snýst. Í hverjum mánuði fara hormónarnir af stað, þessi angarsmáu leynivopn fara út að leika og þau gera alls ekki neitt skemmtilegt fyrir þig.

Þú verður pirruð í skapinu, húðin á þér fer öll í uppnám og þér finnst flest allt vera neikvætt og leiðinlegt.

Oftast nær þá jafnar þetta ástand sig eftir blæðingar en t.d stress og kvíði getur verið viðvarandi og hormónarnir kunna ekki við það ástand.

Hvernig á að vita hvort ástandið sé það alvarlegt að þú þurfir að leita læknis ?

Þreyta

Ofþreyta er, já mest þreytandi ástand. Þú getur verið þreytt eftir langa prófatörn eða ef þú hefur verið að fara að sofa allt of seint og það er ósköp eðlilegt. En ef þú ert stöðugt þreytt og jafnvel algjörlega uppgefin og jafnvel tekur eftir þyngdaraukningu, matarlystin er í vitleysu og hægðir alls ekki reglulegar, þá er möguleiki á að skjaldkirtillinn sé ekki í lagi. Þetta verður að láta lækni athuga.

Breytingar á húð

Þú tekur eftir bólum í andliti í tíma og ótíma. Þó kannski sumar af þessum bólum birtist vegna þess að þú varst ekki nógu dugleg að hreinsa af þér förðun fyrir svefnin þá geta þær einnig verið útaf öðrum ástæðum.

Fullorðinsbólur sem birtast á neðri hluta andlits geta verið útaf háu magni af testosterone í líkamanum. Þetta er ekki lífshættulegt ástand en þetta er bagalegt ástand. Til eru krem og annað sem læknirinn þinn getur látið þig hafa svo þetta sé ekki viðvarandi.

Óvenjulega hárvöxtur

Við erum að tala um óvenjulega hraðan hárvöxt hér. Hár sem fer að birtast í andliti eins og skegg, hár sem byrjar að myndast þykkt á handleggjum og baki sem dæmi, getur verið merki um testosterone æxli sem liggur einhversstaðar í leyni. En ekki fríka út því þessi æxli eru í flestum tilvikum góðkynja og eru meðhöndluð með lyfjum eða aðgerð.

Einkennilegar blæðingar

Eins og með þreytuna þá getur tíðarhringurinn þinn farið í mikið uppnám. Ástæðurnar fyrir þessu geta verið stress, skjaldkirtillinn, lágt estrógen eða blöðrur á eggjaleiðurum (PCOS).

Ef þig grunar PCOS því það er ansi oft orsök óreglulegra blæðinga og einnig óeðlilegs hárvöxts. Einnig getur þú átt í erfiðleikum með að léttast ef þú ert að reyna það. Yfirleitt er PCOS meðhöndlað með réttu mataræði, hreyfingu og getnaðarvarnarpillunni. En þetta þarf að ræða allt saman við lækni til að finna hvað er best fyrir þig.

Nætur svitinn

Ef það er ekki óvenjulega heitt í svefnherberginu þínu en þú vaknar samt um miðja nótt rennandi sveitt og ómöguleg þá má þar um kenna of lágu estrógeni og óreglulegu egglosi – sem sagt breytingaskeið á byrjunarstigi. Breytingaskeiðið getur byrjað að láta til sín taka 10 árum áður en það skellur á þér af fullum krafti.

Gott er að tala við kvensjúkdómalækninn sinn og útskýra þessi mál. Það er hægt að fara á hormóna til að reyna að minnka þessi einkenni.

Heimild: news.health.com