Fara í efni

Það er hollt að dansa

Að dansa getur hjálpað þér að léttast ef að hugað er að mataræðinu líka. Ekki aðeins kemur dansinn hjartanu af stað heldur tónar og stinnir dansinn ansi marga vöðva í líkamanum.
Það er svo gaman að dansa
Það er svo gaman að dansa

Að dansa getur hjálpað þér að léttast ef að hugað er að mataræðinu líka. Ekki aðeins kemur dansinn hjartanu af stað heldur tónar og stinnir dansinn ansi marga vöðva í líkamanum.

Að dansa getur brennt jafn mörgum kaloríum eins og að ganga, synda eða hjóla. Dr.Amrapali Patil, weight management sérfræðingur mælir með dansi.

“Að dansa er enn eitt form af líkamlegri hreyfingu. Að velja réttu hreyfingarnar, lengd danstíma og tónlist gerir viðkomandi kleift að auka á líkamlega hreyfingu sem að hjálpar til við að brenna kaloríur. En, samkvæmt eðlisfræði hreyfingar, að léttast með dansi er undir því komið hversu góð(ur) þú ert að dansa. Fullnægjandi líkamshreyfingar í ákveðin tíma geta verið nóg til að brenna kaloríunum í burtu” bætir Dr.Amrapali við.

Þetta er í raun einfalt, þegar dansað er á kraftmikinn hátt þá fer hjartað á fullt og þá er hægt að kalla dansinn fitness æfingu. Það er einnig mikilvægt að passa upp á mataræðið.

Dansinn er hæfilega mikil hreyfing. Að dansa í 20 til 30 mínútur reglulega er mikilvægt ef þú ætlar að nota dans til að létta þig.

Samkvæmisdansar og Foxtrot eru t.d góðir dansar fyrir neðri hluta líkamans. Á meðan Indverskur dans eins og Kathakali og Manipuri eru góðir fyrir efri hlutann.

“Kathakali er með mikið af hreyfingum fyrir efri og neðri hluta líkamans. En það er breytilegt.

Kröftugar líkamshreyfingar í góðar 30 – 45 mínútur geta brennt á milli 300 – 800 kaloríum.

Heimildir: healthmeup.com