Stattu með sjálfum þér.
Góðan daginn.
Þannig hættum að setja okkur í erfiðar aðstæður sem við ráðum ekki við.
Finnum sjálf hvað er best fyrir okkur sjálf.
Já þetta með að taka ákvörðun og standa við hana :)
Ef við ætlum okkur að breyta um lífsstíl verður þetta að vera hugurinn sem stjórnar.
Við verðum að setja inn jákvæðar hugsanir og reyna koma okkur í gírinn :)
peppa sjálfan sig upp að allt sé hægt.
Þetta er erfiðasti kaflinn :)
Að fara í ræktina einn og einn klukkutíma er pís of keik.
En að koma sjálfum sér í skilning að nú skuli nýjir tíma vera framundan og að líkaminn eigi skilið betra :)
Það er erfiði kaflinn.
Þar erum við og aðeins við ...við stjórn :)
Það hefur alltaf verið mér auðvelt að skella í "kúr" léttast og stundum heil ósköp....en aldrei hef ég náð þeim árangri að lifa til lengdar í kúr og halda þeim árangri sem ég hef náð.
Þannig virka kúrar :)
Þú hangir í reipi.....en svo þegar að þú ert búin að klifra í efsta þrepið á reipinu....og kúrinn búinn.....er auðvelt að pompa alveg niður aftur.
Það er svo vont að vera ekki með stefnu til framtíðar.
Að geta ekki séð leið sem hægt er að lifa við .
Þegar að maður nær þeirri stjórn að lífið sé ekki kúr heldur til að njóta þá gengur þetta betur.
Ekki dans á rósum alltaf....en mun betra.
Þannig hættum að setja okkur í erfiðar aðstæður sem við ráðum ekki við.
Finnum sjálf hvað er best fyrir okkur sjálf.
Það er svo ótrúlega margt hægt að gera til að ná tökum á slæmum lífsvenjum :)
Kynntu þér málið og fáðu hjálp.
Jæja minn dagur byrjar í ræktinni .
Gallinn komin á sinn stað nú er að reima skónna og koma sér út að skafa :)
Njótið dagsins.