Afar snjallar hugmyndir til að gera heimilið þitt “hollara”
Vissir þú að ljósin á heimilinu þínu geta haft áhrif á frjósemi ? Eða að eldhúsið getur haft þau áhrif að líkaminn of hitni ? Eða að eldhúsið getur gert það að verkum að þú borðar of mikið ?
Hér að neðan eru leiðir til að gera heimilið þitt “hollara” í stað þess að það sé að hindra þig í þinni leið að hollara lífi.
Eldhúsið er til þess að elda í því. Ef að eldhúsið er aðal-samkomu staður heimilisins þá ertu 15% meira líkleg til að borða meira yfir daginn samkvæmt the Food Lab hjá Cornell Háskóla.
Prófessor Brian Wansink gerði könnun á þessu þar sem teknar voru myndir af 230 eldhúsum í Syracuse, NY, og þá kom í ljós eftirfarandi:
Konur sem geyma kex og slíkt á eldhúsborðum eða bekkjum voru talsvert þyngri en nágrannar þeirra sem gerðu þetta ekki. Þeir sem voru bara með morgunkornið sýnilegt hvar sem er í eldhúsinu voru enn þyngri en þær sem ekki gerðu þetta.
Svona gerir þú eldhúsið að hollasta herberginu á þínu heimili:
Vertu bara með hollan mat í sjónmáli. Geymdu hnetur, þurrkaða ávexti og grænmeti í glærum krukkum þar sem þú getur séð þær og settu alla óhollustu inn í skápa.
Hafðu glerskál fulla af ferskum ávöxtum á borðinu þar sem allir geta séð og er auðvelt fyrir heimilisfólk að grípa með sér ávöxt.
Ekki vera með of mikið af stólum í eldhúsinu, þá eru minni líkur á því að heimilisfólkið sitji þar og narti í óhollustu á milli mála.
Ekki vera með vínrekka ef þú vilt passa upp á vera ekki sullandi í léttvíni yfir daginn – það eru meiri líkur á að þú gerir það ef vínflöskur eru sjáanlegar í eldhúsinu segir Prófessor Wansink.
Skammtaðu á diska í stað þess að setja stærri diska þar sem allir geti fengið sér sjálfir af. Ef þú þarft að standa upp til að fá þér meira þá eru miklar líkur á að þú borðir ekki of mikið á matmálstímum.
Notaðu minni diska. Á stórum disk þá virðist matarskammturinn lítill og þú ert líklegri til að fá þér annan skammt.
Vertu sniðug með litarval á diskum. Litur á matardiskum og liturinn á máltíðinni skiptir máli þegar kemur að því að borða of mikið. Sem dæmi, hvítur diskur með hvítum hrísgrjónum er ávísun á ofát, notaðu rauðan disk í staðinn.
Mælt er með að nota gluggatjöld sem hindra dagsljósið. Vaknar þú snemma? Ef svo er þá er mjög gott að hafa góð gluggatjöld sem loka á dagsbirtuna.
Búðu um rúmið þitt. Samkvæmt National Sleep Fountation þá eru þeir sem búa um rúmin sín á morgnana 19% líklegri til að sofa betur á nóttunni.
Málaðu svefnherbergið. Litir á svefnherbergisveggjum geta haft áhrif á svefninn. Sem dæmi þá ætti aldrei að nota rauðan lit, hann örvar hugann og hækkar blóðþrýstinginn. Mælt er með að nota ljósbláan lit á veggina til að sofa betur.
Ekki hafa svefnherbergið of heitt. Lækkaðu á ofnum til að sofa betur.
Fáðu þér fiskabúr. Það er góð ástæða fyrir því að margar tannlæknastofur eru með fiskabúr á biðstofunni. Fiskar í búri geta haft góð áhrif á blóðþrýstinginn og auka á vellíðan. Jafnvel það að horfa á fiska í búri á DVD getur haft þessi góðu áhrif.
Grein af vef netdoctor.co.uk