Fara í efni

Áttu það til að gleyma að drekka vatn yfir daginn ?

Ég keypti mér alveg magnaða græju sem minnir mig á að drekka vatn jafnt og þétt yfir daginn.
Áttu það til að gleyma að drekka vatn yfir daginn ?

Ég keypti mér alveg magnaða græju sem minnir mig á að drekka vatn jafnt og þétt yfir daginn.

Ef þú ert eins og ég og gleymir að drekka nóg af vatni yfir daginn þá er þessi græja fyrir þig.

Ég keypti mér bleika því ég er svoddan stelpa í mér, þessi græja fæst í ótal flottum litum.

Græjan heitir Ulla og er lítil og nett.

Hún passar á allar flöskur, glös, krukkur eða því sem þú drekkur þitt vatn úr.

Hún virkar þannig að ef of langur tími líður milli sopa þá blikkar hún ljúfu ljósi, alls ekki pirrandi ljósi, heldur er það mjúkt og bara svona áminning um að þú þurfir að fá þér vatn.

 

Ulla er á Facebook – HÉR.

Ef þig langar að kynnast Ulla þá getur þú gert það HÉR á heimasíðunni þeirra.

Ég mæli með þessu og frá því ég fór að nota Ulla þá drekk ég vatn jafnt og þétt yfir daginn.