Fara í efni

Brjóstaverkir eru algengari en þú heldur

Brjóstaverkir geta versnað við breytingar á hormónastarfseminni eða við hvers konar breytingu á lyfjum. Streita getur líka haft áhrif á og líkur á brjóstaverkjum eru meiri fyrir breytingarskeið enn eftir.
Brjóstaverkir eru algengari en þú heldur

Brjóstaverkir geta versnað við breytingar á hormónastarfseminni eða við hvers konar breytingu á lyfjum.

Streita getur líka haft áhrif á og líkur á brjóstaverkjum eru meiri fyrir breytingarskeið enn eftir.

 

Margar konur þjást af verkjum og eymslum í brjóstum og sumar þeirra hafa þá bara skrifað þessa verki á brjóstahaldara þreytu. En þetta er sérfyrirbæri sem á sér meira að segja nafn. Mastalgia er þetta kallað og hjá sumum konun fylgir þetta tíðahringnum en hjá öðrum er ekkert mynstur á tíðni þeirra. 

Tíðatengdir verkir í brjóstum eru algengastir og gætu verið afleiðing af eðlilegum breytingum hormóna í tíðahringnum. Venjulega eru verkirnir í báðum brjóstum og er þeim vanalega lýst sem þyngslum eða eymslum sem liggja alla leið inn að handarkrika og jafnvel út undir handleggi.

Verkirnir eru að jafnaði mestir rétt áður enn blæðingar hefjast og eru vanalega horfnir við lok þeirra. Tíðatengdir brjóstaverkir eru algengastir meðal yngri kvenna, eru meinlausir og hverfa þá þegar nálgast breytingarskeiðið.

Þeir brjóstaverkir sem fylgja engu mynstri eru oftast hjá konum á aldrinum 30-50 ára og eru þá jafnvel bara í öðru brjóstinu. Þeim verkjum er oftast lýst sem stingandi brunatilfinningu á einu svæði brjóstsins og geta þá jafnvel verið vegna meinlausra berja eða blaðra. Ef orsök þessarra verkja finnst þá getur meðferð við orsökinni linað verkina . . . LESA MEIRA