Fara í efni

C-vítamín og 8 kostir þess - frá hári og niður að tám

Yfirleitt þegar hugsað er um C-vítamín þá er það í tengslum við ónæmiskerfið og flensur ásamt kvefi.
C-vítamín og 8 kostir þess - frá hári og niður að tám

Yfirleitt þegar hugsað er um C-vítamín þá er það í tengslum við ónæmiskerfið og flensur ásamt kvefi.

EN, C-vítamín er alveg meiriháttar fyrir t.d húð,hár og neglur og svo margt annað.

Kíktu!

Við könnumst allar við að eyða fúlgum í allskyns snyrtivörur sem eiga að hægja á öldrun og laga hrukkur og ég veit ekki hvað og hvað.

En það eina sem við í raun þurfum, er að passa upp á C-vítamín birgðir líkmans. C-vítamín er vatnsleysanlegt vítamín og þarf því að innbyrða það daglega, hvort sem er úr mat og eða í töfluformi.

Ber eru sérstaklega rík af C-vítamíni, t.d kirsuber, goji, jarðaber og fleiri.

Mundu bara að þú þarft að fylla daglega á C-vítamín tankinn til að það nýtist þér.

1. Lengri neglur

C-vítamín styrkir neglurnar innan frá með því að aðstoða líkamann við að framleiða kollagen.

2. Ver húðina gegn ótímabærri öldrun

Þar sem C-vítamín er andoxunarefni þá hjálpar það til í baráttunni við hrukkur og þurra húð.

3. Það hjálpar þér að líta vel út og fyllir þig orku

Ef þig skortir járn þá leiðir það til blóðleysis sem svo orsakar þreytu og veikleika. C-vítamín aðstoðar líkamann við að vinna járn úr matnum sem þú borðar og eykur þannig orku líkamans.

4. C-vítamín ver húðina gegn sólarskemmdum

C-vítamín ver húðina ekki bara gegn UV skemmdum, heldur virkar það einnig sem mild sólarvörn. Það getur einnig hjálpað húðinni að vinna á skemmdum sem þegar hafa orðið vegna sólarinnar.

5. Það styrkir hárið

Að passa upp á C-vítamín búskap þinn þá getur þú komið í veg fyrir klofna enda á hárinu og hárþurrki. Einnig styrkir C-vítamín hársekkina og örvar hárvöxt.

6. C-vítamín stinnir húðina

C-vítamín er afar nauðsynlegt til þess að líkaminn framleiði kollagen. En kollagen er það efni sem heldur húðinni stinnri og unglegri. Þegar það fer að bera á skorti á kollageni þá verður húðin líflaus og grá. Passaðu upp á C-vítamín búskapinn þinn til að tryggja næga kollagen framleiðslu.

7. Það getur hjálpað húðinni að losna við lýti

Líkaminn notar C-vítamín til að endurnýja skemmda húðvefi. Það getur einnig flýtt fyrir að sár grói og getur dregið úr því að húðin sé rauðleit.

8. Silkimjúk húð

Húðlýti eins og bólur heyra sögunni til. Án góðrar næringar verður húðin gróf og þurr. Krem sem innihalda C-vítamín virka vel á þurra húð og gefa henni fallega og silkimjúka áferð. C-vítamín eykur einnig á teygjanleika húðarinnar í formi elastin en það efni ver og gerir við skemmdar húðfrumur.

Notar þú C-vítamín sem hluta af þinni daglegu húðumhirðu?

Heimild: foodmatters.tv