Fara í efni

CHALLENGE ICELAND Í ANNAÐ SKIPTI Á ÍSLANDI

Challenge Iceland haldið í annað skipti á Íslandi. Grand Hótel Reykjavík er einn af aðal styrktaraðilum keppninnar en þar verða hinir ýmsu viðburðir haldnir í tengslum við keppnina.
CHALLENGE ICELAND
CHALLENGE ICELAND

Challenge Iceland verður haldin í annað skipti á Íslandi helgina 23. júlí næstkomandi og verða Íslandshótel einn af stærstu styrktaraðilum keppninnar.

Um er að ræða eina stærstu þríþrautakeppni í bransanum en Challenge mótin eru haldin víðsvegar um heiminn þar sem margir af bestu íþróttamönnum heims koma saman og keppa í Járnkarli.

Eins og áður kom fram eru Íslandshótel einn af styrktaraðilum keppninnar og mun eitt af hótelum keðjunnar, Grand Hótel Reykjavík, hýsa sýningu, blaðamannafund og check-in fyrir keppnina.

Á vegum Challenge Iceland viðburðarins koma nokkrir af fremstu járnkarlskeppendum heimsins til landsins, meðal annars alla leið frá Ástralíu. Keppnin verður haldin við Meðalfellsvatn og ljóst er að spennan verður gríðarleg þegar þessi keppni í járnkarli verður flautuð á kl. 10 þann 23. júlí.

Skráning hér