Ég fann púslið sem vantaði
Undanfarin þrjú ár hef ég verið að púsla saman lífi mínu eftir mikið áfall sem ég varð fyrir og umturnaði tilveru minni.
Þótt ótrúlegt megi virðast þá hefur þetta verið spennnandi púsl, stundum mjög erfitt og haldið fyrir mér vöku, stundum hefur skotgengið, stundum allt stopp, alveg eins og þegar verið er að púsla. Þetta var reyndar eins og Wasgji púsl þar sem eitthvað hræðilegt hefur gerst en ég vissi bara ekki hvað, hafði nokkuð óljósa hugmynd eða tilfinningu til að fara eftir.
Í upphafi vissi ég ekki hvernig ég átti að koma útlínunum saman, fór þá á Örnámskeið um meðvirkni hjá Lausninni og þar með komu útlínurnar skýrt í ljós. Ég áttaði mig þá, mér til mikillar undrunar, að ég var fárveik af meðvirkni. Skýringin; ég var alin upp á heimili þar sem var mikill alkahólismi.
Næsta skref var að fara á 5 daga námskeið um meðvirkni í Skálholti og þá fór nú púsluspilið um líf mitt virkilega að ganga og myndin að skýrast heldur betur. Ýmislegt kom í ljós sem var „geymt og grafið“ í sálarfylgsninu og hafði verið vandlega falið fyrir öðrum.
En mér gekk ekki að klára púsluspilið, það vantaði alltaf eitthvert púsl. Ég vildi ekki gefast upp, varð að sjá heildarmyndina.
Ég fór á námskeiðið, Andlegt ofbeldi: Einkenni, afleiðingar og skref til lausnar sem Lausnin býður upp á. Þvílík uppgötvun, ég fann púslið!!
Ég skildi af hverju; ég var búin að vera með kvíðahnút í maganum allt mitt líf, af hverju ég hafði svo lítið sjálfstraust við vissar aðstæður, af hverju ég var svona minnislaus, af hverju ég var allt í einu byrjuð að stama út úr mér orðunum, líkleg örsök fjölvöðvagigtarinnar sem hrjáði mig og minnkandi starfsgeta, af hverju ónæmiskerfið var í molum og þráhyggja við að láta allt líta vel út.
Ég var aldrei beitt líkamlegu ofbeldi og því var ég algjölega lokuð fyrir að ég væri undir andlegu ofbeldi. Taldi mig vera í svo góðu hjónabandi, við rifumst aldrei!!!!
Ég áttaði mig á því af hverju við rifumst aldrei, sjálstraustið var í molum og ég þorði aldrei að segja mína skoðun til að rugga ekki bátnum. Ég var gift siðblindum alkahólista í 37 ár.
Týnda púslið sýndi mér heildarmyndina og nú skil ég hvers vegna mér leið svona sérkennilega í öll þessi ár.
Það er mikill léttir að vera búin að „klára“ Wasgji púslið og horfa á líf mitt á borðinu fyrir framan mig. Nú get ég snúið mér að skemmtilegum verkefnum, lífið blasir við mér.
Það er aldrei of seint að setjast yfir lífsins púsl.
Skrifað í mottumars 2014
Guðrún
Næsta námskeið er 14. apríl – Andlegt ofbeldi, einkenni og afleiðingar
Kr.5,500
Hefur þú búið við andlegt ofbeldi í lengri eða skemmri tíma? Kannast þú við einhvern sem er beittur andlegu ofbeldi? Hefur þú beitt aðra andlegu ofbeldi, eins og að niðurlægja, meiða með orðum, öskra, beita þögn, fálæti, eða skapa sektarkennd? Vinnur þú á stað þar sem það gæti gagnast þér að vita hver einkenni og afleiðingar þessa ofbeldis eru?
Skráning á námskeið „HÉR“
Tengt efni:
- Hvernig fer ég að því að elska mig?
- Meðvirkninámskeið Lausnarinnar
- Er áfengis- eða vímuefnavandamál í þinni fjölskyldu?
- Hvað er andlegt ofbeldi?