Fara í efni

Einstakar mæður

Fyrirtækið ART Medica er eitt um að bjóða upp á tæknifrjóvganir á Íslandi og geta jafnt pör sem einhleypar konur leitað þangað. Læknir framkvæmir rannsókn og ákveður hvaða meðferð sé vænlegust til árangurs: tæknisæðing, glasafrjóvgun eða smásjárfrjóvgun.
Tæknifrjógvun
Tæknifrjógvun

Tæknifrjóvgun

Fyrirtækið ART Medica er eitt um að bjóða upp á tæknifrjóvganir á Íslandi og geta jafnt pör sem einhleypar konur leitað þangað. Læknir framkvæmir rannsókn og ákveður hvaða meðferð sé vænlegust til árangurs: tæknisæðing, glasafrjóvgun eða smásjárfrjóvgun.

Sjá nánar upplýsingar um meðferðarmöguleika og kostnað á vef ART Medica. Sjá einnig upplýsingar á island.is og á vef Tilveru – samtaka fólks gegn ófrjósemi.

Um áramót 2012 setti velferðarráðherra reglugerð þar sem kveðið var á um breytingar á þátttöku sjúkratrygginga vegna tæknifrjóvgunarmeðferða og hækkaði kostnaður við slíkar meðferðir þá töluvert.

Sjá nánar á vef velferðarráðuneytis.

Áður en lögum um tæknifrjóvgun var breytt í þá veru að einhleypum konum var gert kleift að sækja slíka þjónustu á Íslandi leituðu margar konur erlendis í meðferð, t.d. til Danmerkur,Englandsog Bandaríkjanna.

Heimildir: einstakarmaedur.wordpress.com