Er í lagi að nota augnkrem á allt andlitið ?
Getum við notað augnkremin okkar sem andlitskrem ?
Ég keypti mér nýlega flotta línu af andlitsvörum og kláraði rakakremið fyrst en átti helming eftir af augnkreminu. Ég vil ekki að augnkremið lendi í ruslinu því ég blanda ekki saman ólíkum merkjum af kremum og langar að vita hvort það sé í lagi að ég noti það á allt andlitið ? En að þessu spurði hún Sandy ráðgjafana á vivawoman.net
Og hér er svarið sem hún fékk.
Sandy var sagt að hún gæti notað augnkremið á andlitið, sérstaklega ef það er til þess gert að draga úr fínum línum og hrukkum. Augnkrem er oft notað á allt andlitið einmitt vegna þessara áhrifa. Einnig inniheldur augnkrem oft C-vítamín sem er afar gott fyrir húð á andliti.
En það þarf að passa að augnkremið sé einnig rakagefandi. Flest augnkrem eru framleidd til að draga úr þrota og dökkum baugum í kringum augu og auka á teygjanleika húðarinnar. Þau eru vanalega ekki eins rakagefandi og rakakrem fyrir andlitið. En það eru til undantekningar.
Hvað finnst ykkur ? Mynduð þið nota augnkrem á andlitið ?
Persónulega þá hef ég gert það í nokkrum tíma, ég ber það á þá staði sem áberandi eru þurrir og fínar línur eða hrukkur eru farnar að myndast og ég er mjög ánægð með útkomuna. Ég nota einnig serum með augnkreminu á andlitið og í kringum augun.
Það eina sem þarf að passa er að hreinsa húðina vel að kvöldi því augnkrem á það til að stífla svitaholur og þá geta myndast bólur.
Heimild: vivawoman.net