ERTU AÐ SOFA NÓG?
Grein af vef glokorn.is og höfundur greinar er Dagný Berglind Gísladóttir.
Talið er að þriðjungur Íslendinga sofi í 6 tíma eða minna og þjáist af að einhvers konar svefnvandamálum.
Þeir sem sofa of lítið eru líklegri til þess að finna fyrir ýmsum kvillum, þeir fá frekar flensur, óútskýrða þyngdaraukningu og of háan blóðþrýsting svo eitthvað sé nefnt.
Að auki hefur svefnleysi sérstaklega slæm áhrif á andlega líðan og getur valdið því að þú gleymir fleiru og finnir fyrir þunglyndi og kvíða.
Rannsóknir hafa einnig sýnt að konur eru líklegri til að þjást af svefnleysi en karlmenn vegna hormónabreytinga og meira en 60% kvenna þjáist af svefnvandamálum á einhverjum tímapunkti!
Hvenær vaknaðir þú síðast orkumikil/l, endurnærð/ur og til í daginn? Liggur þú andvaka fram á nótt með höfuðið fullt af áhyggjum eða gremju?
Áður en þú grípur til lyfja og skyndilausna reyndu fyrst að gera breytingar á lífstílnum sem gætu hjálpað til við svefninn. Það mikilvægasta er að setja svefninn í forgang. Svefninn er eitt það besta sem þú getur gert fyrir heilsuna og á því heima ofarlega á forgangslistanum. Ef þú ert að fá góðan svefn þá ertu betur í stakk búin til að sinni daglegum skyldum og ná lengra á þínu sviði.
En þetta snýst svo einnig um jafnvægi því of mikill svefn getur einnig haft vandræði í för með sér. Hér eru nokkur náttúruleg ráð sem geta minnkað líkurnar á svefnleysi:
KAMILLA
Kannski hefur þú heyrt þetta ráð svo oft að þú heldur að þetta sé bara úrelt húsráð sem virkar ekki. En kamilla hefur enn á sér frábært orðspor gegn kvíða, stressi og svefnleysi. Gott ráð er að drekka ekki koffín eftir kvöldmat heldur hella sér frekar upp á rjúkandi bolla af kamillutei.
ANDAÐU DJÚPT
Það getur verið áskorun að slökkva á huganum þegar það er tími til þess að sofna. Með því að breyta önduninni er auðveldara að breyta farveg hugsanna. Þetta getur verið hjálplegt þegar hugurinn er með áhyggjur að framtíðinni. Einföld öndunartækni getur hjálpa þér að róa taugarnar og undirbúa líkamann fyrir hvíld. Gott er að anda rólega inn og út um nefið og gera útöndunina aðeins lengri en innöndun. Liggðu í rúminu í 5 mínútur og gerðu öndunaræfingar til að slaka á eftir daginn.
MJÚKT JÓGA
Oft er líkaminn þreyttur að kvöldi til en er ennþá spenntur og stífur daginn. Nokkrar einfaldar jógastöður að kvöldi geta hjálpað þér að slakað á líkamanum og ná jarðtengingu. Ein af bestu æfingunum eftir langan vinnudag er að setja fæturnar upp við vegg á meðan búkurinn liggur á gólfinu. Þessi staða hjálpar meltingunni, bakverkjum og er góð fyrir þreytta fætur. Reyndu að halda henni í 5 mínútur og anda rólega á meðan inn og út um nefið.
FISKIOLÍA
Verður þú oft þreytt/ur um miðjan daginn og ferð að þrá kaffi eða sykur til þess að gefa þér auka orku? Fitusýrurnar í fiskiolíu geta hjálpa til við að minnka „noreponephrine“ sem er streituhormón. Ef þetta hormón er úr jafnvægi getur það orðið til þess að þú sofir illa og finnir fyrir þreytu seinnipartinn. Vönduð fiskiolía getur þannig hjálpað til við svefn og gefið heilanum orku.
MAGNESÍUM . . . LESA MEIRA