HEIMAGERÐUR SVITALYKTAEYÐIR FRÁ GLÓKORN.IS
Það er snilld að búa til sinn eigin svitalyktaeyðir - þessi uppskrift af einum slíkum er frá Glókorn.is
Flest okkar notum við svitalyktaeyði og það er algert lykilatriði í mínu tilviki sé hann keyptur, að hann sé laus við ál og annann óþverra.
Ég er enginn vísindamaður en ég get ekki ímyndað mér að það sé neitt annað en mjög slæmt, enda margar rannsóknir (eftir alvöru vísindamenn) sem sýna fram á skaðsemi hins hefðbunda búðarsvitalyktareyðis.
Við erum eins og svampur undir höndunum, þar andar líkaminn út óhreinindum en það sem er sett undir hendurnar smýgur líka inn í líkamann.
Það er mjög einfalt að búa til sinn eigin svitalyktaeyði og þeir virka ótrúlega vel, ég meina það, ótrúlega vel! Svo hvers vegna ekki að gefa því tækifæri, huga að líkama og sál (af því það er svo gaman að malla sjálfur).
Það er ekki margt sem þarf til að búa til svitalyktaeyðinn, það sem hefur kannski helst vafist fyrir mér er að finna hentug ílát, svo ég keypti mér uppáhalds náttúrulega svitalyktaeyðinn minn, kláraði hann og notaði svo stiftið til að setja þann heimagerða í. Annars er náttúrulega ekkert því til fyrirstöðu að hafa hann bara í krukku og smyrja honum undir hendurnar.
Eins og alltaf nota ég ilmkjarnaolíur, en þarna eru möguleikarnir endalausir. Til gamans læt ég fylgja lítinn lista um hvaða olía þjónar hvaða tilgangi og svo er það bara þitt að pússla saman:
Cypress & Geranium – fjarlæga eða lágmarka óæskilega lykt
Clove – andoxandi og hefur eiginleika sem vinna gegn öldrun
Grape – styrkir húðina
Lemon – fjarlægir eiturefni
Frankincense – bólgueyðandi, vinnur gegn streitu og stressi
Ylang ylang – styrkir ónæmiskerfið og ilmurinn er þægilegur
Cedarwood – hentar olíumikilli húð
tee trea – viðheldur heilbrigði húðar (hentar vel gegn bólum og er sýkladrepandi)
patchouli – trompar svitalykt
Lavender & sandalwood – þægileg lykt og róandi eiginleikar
Innihald
- Lífræn kókosolía
- Matarsódi
- ilmkjarnaolíur
Aðferð :
Bræddu um það bil hálfan bolla af kókosolíu
Bættu 20 – 30 dropum af ilmkjarnaolíu út í
Blandaðu um það bil hálfum bolla af matarsóda við.
Hlutföllin eru ekki heilög frekar en fyrri daginn, en um það bil jafn mikið af fljótandi og föstu er fínt viðmið. Hrærðu blöndunni saman þangað til áferðin verður þétt. Settu blönduna svo í loftþéttar umbúðir eða tómt svitalyktareyðis stifti og leyfðu þessu að harðna yfir nótt.
Þá ertu komin með svitalyktareyði sem þú veist að er laus við allan óþverra og það sem meira er, hann virkar.
Að þessu sinni gerði ég eftirfarandi blöndu af ilmkjarnaolíum:
- 7 dropar ylang ylang
- 7 dropar frankincense
- 7 dropar lavender
- 5 dropar lemon
- 3 dropar clove
Smell good, feel good
Anna Sóley