Fara í efni

Hlaupanámskeið hlaup.is

Námskeið hlaup.is
Hlaupanámskeið hlaup.is

Næsta fræðslunámskeið hlaup.is fyrir hlaupara, byrjendur og lengra komna verður haldið þriðjudaginn 7. júní, fimmtudaginn 9. júní milli kl. 18 og 21:30 og einn verklegur tími 17:15-18:30 mánudaginn 13. júní.

Á námskeiðinu er farið yfir helstu atriði í tengslum við hlaupaþjálfun og flest þau atriði sem huga þarf að í tengslum við hlaup.

Ef þú ert byrjandi eða búin(n) að hlaupa í einhvern tíma og langar til að ná meiri hraða og úthaldi, þá er hlaupanámskeið hlaup.is fyrir þig!

 

Skráning og nánari upplýsingar á hlaup.is

Ummæli hlaupaþjálfara:

Margrét Elíasdóttir, þjálfari KR-skokk
"Frábært námskeið, virkilega vandað og vel farið yfir allt sem við kemur hlaupum bæði fyrir byrjendur og lengra komna.
Mun nýtast mér mikið í minni þjálfun hjá KR-skokk. Mæli heilshugar með þessu námskeiði fyrir alla hlaupara."

Ívar Trausti Jósafatsson, hlaupaþjálfari Þríkó.
"
Ég fór á tveggja kvölda Fræðslunámskeið hjá Torfa á hlaup.is í september                        2014.
Líkaði virkilega vel og út frá mínu sjónarhorni sem hlaupara og þjálfara sé ég námskeiðið sem ávinning fyrir alla.
Farið var yfir alla þætti sem skipta máli í þjálfun, góð upprifjun á ýmsu og margt nýtt lært.
Námsefnið hjálpar svo sannarlega í þjálfun".

Agnar Jón Ágústsson, maraþonhlaupari og forsvarsmaður Hlaupahóps Stjörnunnar     
"Virkilega vandað, yfirgripsmikið og skemmtilegt námskeið um hlaup hjá Torfa.  Fór á tveggja kvölda námskeið veturinn 2015. Þetta er námskeið sem nýtist öllum hlaupurum, bæði þeim sem hafa reynslu og þekkja vel til, þeim sem eru að byrja og allt þarna á milli. Efnið er vel sett upp, farið er yfir alla þætti sem skipta máli í hlaupum. Torfi er skemmtilegur fyrirlesari og heldur manni vel við efnið allan tímann og setur hlutina í samhengi. Mæli eindregið með þessu námskeiði hans Torfa".  

   

Eftir að námskeiðinu lýkur hafa þátttakendur fengið skilning á öllum helstu hugtökunum í tengslum við hlaup og hlaupaþjálfun og samhengi ýmissa þátta í tengslum við árangursríkan og meiðslafrían hlaupaferil. Allir sem koma á námskeiðið fá gögn til að taka með sér.

Námskeiðin hafa verið haldin frá árinu 2009.

Á námskeiðinu er meðal annars farið yfir eftirfarandi:

  • Almennt um líkamsrækt og hlaup 
  • Æfingahugtökin, æfingamagnið, æfingáætlanir
  • Þjálfun með púlsmæli
  • Hlaupastíll
  • Mataræði
  • Teygjur og liðleikaæfingar
  • Styrktaræfingar
  • Meiðsli og fyrirbyggjandi aðgerðir
  • Konur og hlaup
  • Útbúnaður og val á útbúnaði - Skór, fatnaður, aukahlutir, tæki
  • Almenningshlaup og undirbúningur fyrir hlaup
  • Margt fleira

Námskeiðið verður haldið í fyrirlestrarsal á 3. hæð í húsi ÍSÍ í Laugardalnum (Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands íþróttamiðstöðinni Laugardal, sjá staðsetningu á ja.is).

Nokkrar umsagnir um námskeiðið:

"Ánægjulegt hvað námskeiðið er efnismikið og hversu létt það er miðað við efnismagn og tímalengd. Frábært námskeið !"

"Frábært námskeið :-) Meiriháttar"

"Hvetjandi, skemmtilegt og mjög fróðlegt"

Skráning og nánari upplýsingar á hlaup.is

Hlaup.is á Facebook

Viltu fylgjast með hlaup.is á Facebook ? Settu "Like" á Facebook síðu hlaup.is