Fara í efni

Hvað er Jóga Nidra og Karma?

Jóga nidra virkjar heilunarmátt líkamans.
Forsíðan MAN feb 2015
Forsíðan MAN feb 2015

Í nýútkomnu febrúar tölublaði MAN er að finna umfjöllun Valdísar Sigurgeirsdóttur um Jóga Nidra sem er forn jóga ástundun sem mætti í raun kalla liggjandi hugleiðslu.

Jóga nidra virkjar heilunarmátt líkamans og hjálpar til við að losa djúpstæð tilfinningaferli áreynslulaust. Þessi aðferð losar um streitu og spennu sem fylgir auknu álagi, hraða og annríki nútímans.

Orðið nidra þýðir svefn og jóga nidra er jógískur svefn þar sem líkaminn hvílist á meðan undirmeðvitundin er leidd í djúpt slökunarástand handan skilningarvitanna þar sem engin streita býr og fullkomin eining ríkir. Þessi djúpa slökun hjálpar til við að losa um spennu og hindranir hugans sem geta dregið úr okkur í daglegu lífi. Til að það takist verðum við að sleppa tökum á hugsunum okkar en hugsanirnar hverfa áreynslulaust þegar við erum við það að sofna. Svefnleysi orsakast einmitt af því að við getum ekki slökkt á hugsunum okkar.

Oft tökum við jafnvel ekki eftir allri streitunni sem er í kringum okkur fyrr en hún er farin að valda vandamálum og er jóga nidra ein af mörgum aðferðum til að vakna til vitundar.

Karma er eins og náttúrulögmál

Karma er það sem við vorum í fyrra lífi og sú manneskja sem við verðum í framtíðinni mótast af þeirri persónu sem við erum í dag. Karma er eins og náttúrulögmál, eins og þyngdaraflið. Karma er alls ekki eitthvað slæmt sem er á höttunum eftir okkur til að ná sér niðri á okkur heldur hefur karma áhrif á það hvernig lífi við lifum. Karma er s.s. ekki endilega gott né slæmt. Karma þýðir ekki bara fyrri líf heldur hvernig við höfum brugðist við ákveðnum aðstæðum fram að þessu, hvert endurtekið viðbragð er; karma, orsök og afleiðing. Samskara eða root pattern er meira hegðun okkar og hugsun sem er sprottin af fyrri reynslu okkar.

Jóga nidra er kennt á öllum barna- og fullorðins námskeiðum hjá Hugarfrelsi, í Yoga Húsinu Hafnarfirði og Yoga Shala.