Fara í efni

KAFFISKRÚBBUR FYRIR STINNARI HÚÐ

Ég elska kaffi, ég reyni að halda mig við einn kaffibolla á dag en stundum stenst ég hreinlega ekki freistinguna og fæ mér einn og strax annan.
KAFFISKRÚBBUR FYRIR STINNARI HÚÐ

Ég elska kaffi, ég reyni að halda mig við einn kaffibolla á dag en stundum stenst ég hreinlega ekki freistinguna og fæ mér einn og strax annan.

Þó hverjum sýnist sitt um kaffidrykkju og hvort bolli á dag sé gott eða slæmt ætla ég mér ekki að fullyrða neitt um. Ég vel að minnsta kosti að lesa bara þær greinar á netinu sem styðja hóflega kaffidrykkju. En til þess að nýta kaffidrykkjuna enn betur og til þess að hún hafi góð áhrif að innan sem utan, nota ég kaffikorginn í dásamlegan skrúbb. Það eina sem virkilega fær slæma útreið er baðkarið/sturtan, en það er ákveðið ástand þegar ég er búin að maka skrúbbnum á mig… Það sem maður leggur ekki á sig fyrir vel nærða og slétta húð.

Koffínið hefur stinnandi áhrif, eru ekki allir til í það! Einnig kemur það blóð- og sogæðaflæðinu í gang að nudda og skrúbba svo þetta er DIY leiðin til að losna við appelsínuhúð og dauðar húðfrumur. Þessi skrúbbur er smá töfralausn en virknin, vil ég meina, kemur strax í ljós. Ef þér er mikil alvara með að vinna á appelsínuhúð og stinnleika húðarinnar mæli ég með að nota hann að minnsta kosti tvisvar í viku í einn mánuð og sjá afraksturinn. 

ATH! Addaðu Gló á Snapchat og fylgstu með Önnu og Evu Dögg gera skrúbbinn í beinni!  Notendanafn: Gló Iceland

Innihald: 

1/2 bolli lífrænn kaffikorgur

2/3 bolli lífrænn sykur, enginn sykur ofan í magann, en fullt af sykri í exfoliate skrúbba 

2 msk kókosolía, til að næra, mýkja og hjálpa húðina að soga kaffið í sig

2 msk Castor olía, til að grynnka og minnka svitaholurnar og sellólítið. 

1/2 tsk Vanilla extract, af því hann gefur svo góða lykt 

3 dropar geranium ilmkjarnaolía – er sögð hjálpa til við að losna við appelsínuhúð og jafna húðtón

3 dropar Cypress olía – eykur blóðflæði, losar út eiturefni og kemur í veg fyrir vökvasöfnum – ó já allt þetta og meira til ! 

3 dropar Rosemary olía – einna best til að virkja blóðflæðið og jafna húðtón. 

Ef þú átt ekki allar þessar olíur má að sjálfsögðu nota bara eina þeirra en allar hafa þær virkni sem stuðla að auknu blóðflæði og gera kraftaverk á appelsínuhúð. Passið að prófa allar olíurnar á húðinni fyrst, bara einn dropa eða svo til að ganga úr skugga um að þær valdi ekki ertingu. 

Aðferð: 

Setjið kaffið og sykurinn í skál, svo fer vanillan út í og hrærið vel. Bætið svo olíunum við og blandið vel saman, til dæmis með gaffli. 

Ef þið eruð í stuði til að þrífa baðherbergið berið á líkamann með áherslu á lappirnar, en ég er svosem ekki að spara það (því mér finnst svo gaman að þrífa veggina í sturtunni) og ber þetta bara á mig alla. Skrúbbið ykkur vel og skolið svo af. 

Ef það er afgangur komið honum fyrir í loftþéttum umbúðum og geymið á þurrum stað. 

„I’d rather take coffee than compliments just now.“ 

― Louisa May Alcott, Little Women

Höf.greinar af vef glokorn.is 

Anna sóley

ps: ef þig langar að prufa að gera þennan maska þá fást allar vörurnar í Gló Fákafeni.