Kynlíf og allt sem því fylgir
Sumstaðar má alls ekki minnast á kynlíf þó svo að kynlíf sé einn mikilvægasti hlutinn af lífinu. Það er partur af samböndum, hjónaböndum og stór partur af lífinu. Án kynlífs er ekki hægt að fjölga mannkyninu.
- Á hverjum degi er kynlíf stundað 120 milljón sinnum út um allan heim.
Við mannfólkið erum þannig gerð að við viljum fjölga okkur og á meðan um 4% af fólkinu á jörðinni stundar kynlíf á hverjum degi þá er ekkert skrýtið að fæðingartíðni haldi áfram að aukast í mörgum löndum út um allan heim.
- Stærsta fruman í líkamanum er eggið og sú minnsta er sæðisfruman.
Þú getur ekki séð eggið eða sæðirfrumuna með berum augum, þau eru það smá.
- Það er þrennt sem að ófrískum konum dreymir oftast á meðgöngu, froskar, ormar og pottaplöntur.
Hormónar á meðgöngu geta orsakað skapsveiflur, allskyns langanir og margar aðrar óvæntar breytingar. Og eins einkennilegt og það er að þá er það oft hormónunum að kenna hvað konum dreymir á meðgöngu.
- Tennurnar byrja að vaxa 6 mánuðum áður en barn fæðist.
Flest öll börn fæðast tannlaus. Samt byrja tennurnar að vaxa 6 mánuðum áður en barn fæðist. Á 9 til 12 viku byrjar fóstrið að móta tennur sem að síðar meir verða að fyrstu barnatönnunum.
- Börn fæðast alltaf með blá augu.
Litur augnanna á barni fer eftir lit augna hjá foreldrum. Samt fæðast flest öll börn bláeygð. Ástæðan fyrir þessu er litarefnið melanin. Melanin í augum ungabarns þarf oft tíma eftir fæðinguna til að ná að dekkjast og að lokum kemur í ljós hvað augnlit barnið mun vera með.
- Eitt af hverjum 2000 börnum sem fæðast eru með tönn.
Mæður með barn á brjósti finnst þetta eflaust ekki spennandi. Stundum er þessi tönn venjuleg barnatönn en þetta getur líka verið auka tönn sem að dettur úr áður en barnatennurnar láta sjá sig.
- Fóstur fær fingraför á þriðja mánuði meðgöngu.
Þrátt fyrir að eiga ansi langt í land með að þroskast að þá fær fóstur fingraför á viku 6 til 13 og þessi fingraför breytast aldrei.
- Flestir karlmenn fá standpínu á hverjum klukkutíma á meðan þeir sofa.
Líkamar flestra eru miklu meira vakandi á meðan við sofum en við höldum. Þetta er blandan af blóðflæðinu og testosterone framleiðslu. Að fá standpínu í svefni er ósköp eðlilegt og í raun nauðsynlegt í REM svefni.
Fróðleikur frá Heilsutorg.is