Fara í efni

Leyndarmálið á bak við grannan vöxt Ítala felst í 10 einföldum reglum - Grein af vef minitalia.is

Hvernig geta Ítalir verið meðal grennstu þjóða heims, umkringdir endalausu magni af pizzum, pasta, focaccia og risotto?
Leyndarmálið á bak við grannan vöxt Ítala felst í 10 einföldum reglum - Grein af vef minitalia.is

Hvernig geta Ítalir verið meðal grennstu þjóða heims, umkringdir endalausu magni af pizzum, pasta, focaccia og risotto?

Það er ástæða fyrir öllu, ekkert gerist af sjálfu sér.

Leyndardómurinn felst í 10 einföldum reglum sem auðvelt er að tileinka sér og gera að góðum venjum hversdagsleikans. Fróðleikur frá minitalia.is

 
1. Ítalir leggja endalausa áherslu á ferskleika hráefnanna
Ítalir leggja mikið upp úr ferskleika hráefnanna, nýta hráefni héraðsins og árstíðabundin hráefni; hvort sem við erum að tala um ferskan fisk, tómata, kryddjurtir, ætiþistla, eggaldin, kúrbít eða nýtýndar sítrónur,  svona gæti maður haldið áfram að telja endalaust. Pasta er soðið „al dente“, oft einungis borið fram með slettu af ólífu eða einfaldri tómatssósu og fersku grænmeti. Og skammtarnir alltaf litlir, hæfilegir!!!
 
2. Ítalir borða litla skammta og allt er einhvern veginn í jafnvægi
Andstætt við Bandaríkin þá eru skammtarnir á Ítalíu mun minni, hvergi er að finna "supersize" máltíðir eða linnulaus tveir fyrir einn tilboð. Þetta er að vísu ekki einhlítt þar sem ítalskar ömmur vilja að barnabörn sín borði og borði; þar sem þau eru nú jú að stækka.
 
Ítalir hugsa í sjálfu sér miklu meira um gæði matarins en hversu mikið er af honum, þ.e. betra er að langa í meira en að liggja meðvitundarlaus af áti. Ítalir leggja mikla áherslu á þetta jafnvægi á milli magns og gæða; ekki of mikil fita, akkúrat nógu mikið af kolvetnum og mikið af fiski og kjúklingi.
 
3. Ítalir nota aðeins eina tegund af olíu og það er ÓLÍFUOLÍA
Ítalir nota nær eingöngu ólífuolíu í matargerð sína; hvort sem er í sósuna, á salatið, við steikinguna eða bara til að bragðbæta allt mögulegt. Ólífuolían spilar stórt hlutverk í lífi fólksins við Miðjarðarhafið og er ómissandi partur af ítalskri matargerð. Í ólífuolíunni er að finna fitusýrur sem bæði eru hollar og góðar fyrir mann.
 
4. Ítalir borða léttan kvöldverð
Margir hafa þá ímynd af Ítölum að þeir borði margréttaðan kvöldverð á hverju einasta kvöldi en það er langlífur misskilningur. Ítalir borða yfirleitt léttan kvöldverð, t.d. grænmetissúpu, smá kjötmeti, lítinn disk af pasta eða risotto. En þegar blásið er til veislu stendur hún yfirleitt lengi og réttirnir endalaust margir. 
 
5. Ítalir fara í endalausar gönguferðir
Ítalir eiga sérstaka sögn í sínu tungumáli yfir það að“ fara í gönguferð“ en það er sögnin „passeggiare“. Ítalir fara í endalausar gönguferðir, hvort sem það eru gönguferðir um hverfið sitt, borgina sína eða sérstakar ferðir til nágrannabæja og borga til þess einfaldlega að „fara í gönguferð“. Það er í öllum þessum gönguferðum sem Ítalir brenna sínum óþarfa kaloríum.
 
6. Ítalir borða alltaf morgunmat en lítinn morgunmat
Ítalir leggja mikið upp úr mikilvægi þess að fá sér alltaf morgunmat en samt alls ekki mikinn morgunmat; dásamlegur esspressó, macchiato eða cappuccino ásamt croisssant kalla Ítalir „morgunmat guðanna“.
 
7. Ítalir borða ekki skyndibitamat
Ítalskar matvöruverslanir eru ekki uppfullar af gosdrykkjum, sælgæti og snakki . . . LESA MEIRA