Lyfin sem við tökum geta verið banvæn ef þeim er blandað saman
Hin þögula og ört vaxandi hætta fyrir heilsuna sem að allar konur þurfa að þekkja.
Þunglyndislyf og verkjalyf
Sum þunglyndislyf virka á þann hátt að þau hækka magn af hamingju hormónum eins og serotonin í heilanum. Sum verkjalyf hafa sömu virkni sem að getur leitt til þess að of mikið er af serotonin í heila. Of hátt magn af serotonin í heila getur orsakað pirring, háan líkamshita og hraðan hjartslátt.
Verkjalyf og kvíðastillandi lyf
Báðar þessar tegundir af lyfjum virka sem þunglyndislyf og getur það virkað vel ef þú ert ofsalega kvíðin eða með alvarlega verki, eða rosalega kvíðin afþví þú ert með mikla verki. En þessi blanda getur lækkað hjartsláttin og stundum of mikið. Og það ber að varast.
Lyf við of háu kólestróli og lyf við sveppasýkingum
Allir sem að hafa fengið sveppasýkingu þekkja þau lyf sem að gefin eru við slíkri sýkingu. Að blanda þessum tveimur lyfjum saman getur orsakað veikleika í vöðvum og nýrnabilun.
Verkjalyf, kvíðastillandi lyf og vöðvaslakandi
Flestir læknar vita að þetta kombó getur verið banvænt. En samt getur sjúklingur verið með lyfseðla fyrir þeim öllum frá sama lækni eða mismunandi læknum. Aldrei að blanda þessu þrennu saman. ALDREI.
Heimildir: womenshealthmag.com