Fara í efni

Nokkrar einfaldar leiðir að hamingjunni

Prufaðu að sleppa því að fylgjast með fréttum í heila viku. Skrifaðu heldur niður skemmtilegar fréttir um það jákvæða sem gerist í þínu lífi.
Það er hollt að vera hamingjusamur
Það er hollt að vera hamingjusamur

Prufaðu að sleppa því að fylgjast með fréttum í heila viku. Skrifaðu heldur niður skemmtilegar fréttir um það jákvæða sem gerist í þínu lífi.

Ekki hafa áhyggjur af hlutum sem þú getur ekki breytt.

Það leiðir bara til neikvæðni og við búumst alltaf við því versta. Reyndu frekar að hugsa um það sem gengur vel að fást við.

Mundu það, að við erum aldrei ein.

Það sem þú ert að ganga í gegnum hafa væntanlega margir þurft að gera líka.

Freistingar eru til að falla fyrir þeim.

Ef þú er hrifinn að súkkulaði, ís eða nautasteik með sósu láttu það þá eftir þér af og til.

 

Gerðu daglega eitthvað sem þér finnst óþægilegt.

Það kemur í veg fyrir að þú staðnir. Þú þarft að leita út fyrir þæginda rammann til að þroskast og læra á lífið.

Lærðu að taka hrósi.

Það minnsta sem þú getur gert þegar einhver hrósar þér er að þakka fyrir þig þó að þú roðnir og farir hjá þér.

Ekki réttlæta þig fyrir neinum.

Það sem þér líður vel eða illa með að gera, kemur öðrum ekkert við.

Hættu að taka þig og lífið alltof alvarlega.

Þú kemst hvort eð er ekki frá því lifandi.

Hlæðu oftar og þú munt lifa hamingjuríkara lífi.

Reyndu að sjá skemmtilegu hliðarnar á öllu.

Dansaðu eins og enginn sé að horfa.

Syngdu og dansaðu eins og enginn sé að horfa þó að það vanti hæfileikana. Dans fær blóðið til að renna og söngur hefur góð áhrif á sálina.

Góður vinur getur gert kraftaverk.

Það er mikið til í því og til að eiga góða vini þá þarftu sjálf að vera góður vinur.

Reyndu að upplifa unglingsárin.

Hvaða tónlist þér þótti skemmtileg, Hvaða lykt manstu eftir. Fyrsta ástin. Farðu aftur í tímann og hlustaðu á tónlist æskuáranna.

Ekki geyma fallegustu hlutina inni í skáp, notaðu þá.

Notaðu sparistellið og glösin þegar góða vini ber að garði.

Lærðu að segja nei án þess að fá samviskubit.

Fólk misnotar oft góðvild þeirra sem eiga erfitt með að segja nei og áður en þú veist af þá ertu að drukkna í verkefnum og hefur ekki lengur tíma fyrir þig og fjölskylduna þína.

Lífið er fullt af tækifærum.

Við þurfum að vera vakandi yfir því góða sem gerist hjá okkur. Við þurfum líka að skapa okkur sjálfum betra líf og vinna að því sjálf.