Fara í efni

Skylmingar fatlaðra á Íslandi - námskeið

Núna eftir áramót verður haldið námskeið í skylmingum fatlaðra með höggsverði í fyrsta sinn á Íslandi. Að námskeiðinu stendur Skylmingasamband Íslands og verður það haldið í Skylmingamiðstöðinni í Laugardal. Ingibjörg Laufey Guðlaugsdóttir mun sjá um kennslu námskeiðsins og hefur hún verið á þjálfa hjá Skylmingafélagi Reykjavíkur í fjögur ár og einnig stundað íþróttina í 13 ár.
Skylmingar fatlaðra á Íslandi - námskeið

Núna í byrjun árs verður haldið námskeið í skylmingum fatlaðra með höggsverði í fyrsta sinn á Íslandi.

Að námskeiðinu stendur Skylmingasamband Íslands og verður það haldið í Skylmingamiðstöðinni í Laugardal.

Ingibjörg Laufey Guðlaugsdóttir mun sjá um kennslu námskeiðsins og hefur hún verið á þjálfa hjá Skylmingafélagi Reykjavíkur í fjögur ár og einnig stundað íþróttina í 13 ár.

Um skylmingar

Íþróttin kallast Ólympískar Skylmingar og hafa þær verið stundaðar á Íslandi í 67 ár og verið hluti af Ólympíuleikunum síðan í Aþenu 1896. Þetta er gömul íþrótt, full af hefðum og hefur oft verið kölluð líkamleg skák, þar sem hugur og líkami þurfa að vera í miklu samspili.

Fyrir hverja eru skylmingar?

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að taka upp sverðið að koma og prófa þessa stórskemmtilegu íþrótt. Skylmingar fatlaðra gera svo þeim iðkendum sem hafa ekki fulla hreyfigetu, hvort sem það er vegna lömunar, hreyfihömlunar eða vegna útlimamissis, kleift að taka þátt þar sem keppendur sitja í bardaga og álagið aðeins á efri líkama.
 
Nánari dagsetning fyrir námskeiði verður auglýst síðar en við stefnum á að hafa fljótlega eftir áramót. Líklega í lok janúar, byrjun febrúar.

Áhugasamir geta nálgast nánari upplýsingar hjá Ingibjörgu Guðlaugsdóttur í síma 8243121 eða á ilg@internet.is 

 

Um ÍF:

Íþróttasamband fatlaðra, ÍF, er stofnað 17. maí 1979 og er eitt af 30 sérsamböndum innan ÍSÍ. Öll félög innan ÍSÍ er iðka, æfa og keppa í íþróttum fatlaðra eru aðilar að ÍF.

Hlutverk ÍF:

Hafa yfirumsjón með þeim íþróttagreinum sem fatlaðir stunda á Íslandi. Annast útbreiðslu- og fræðslustarf varðandi íþróttir fatlaðra. Vera fulltrúi Íslands varðandi erlend samskipti er tengjast íþróttamálum fatlaðra og gæta hagsmuna allra þeirra fötlunarhópa sem eru innan ÍF en þeir eru: Þroskahamlaðir, hreyfihamlaðir, sjónskertir, blindir og heyrnarlausir/skertir.