Fara í efni

Snyrtibuddan þín er verðmætari en þig grunar

Hafið þið einhverntímann tekið saman verðmæti snyrtibuddunnar í töskunni ykkar.
Snyrtibuddan þín er verðmætari en þig grunar

Hafið þið einhverntímann tekið saman verðmæti snyrtibuddunnar í töskunni ykkar.  

Þetta er fljótt að koma og því afar mikilvægt að passa vel uppá töskuna sína þegar verðmætin bara á snyrtivörunum eru farin að nálgast góðan snjallsíma í krónum talið. 


Snyrtivörur duga oft í langan tíma og þetta eru að sjálfsögðu ekki útgjöld sem maður þarf að punga út í einu.  
Ég ákvað að setja saman hér fyrir neðan "hefðbundna" snyrtibuddu en að sjálfsögðu rokkar verðmæti hjá hverjum og einum og eflaust til miklu dýrari og ódýrari vörur.  Þetta er bara til viðmiðunar.



Ég veit það fyrir víst að ég dreg frekar úr í þessum lista frekar en hitt en oft á tíðum eru konur með fleiri en einn varalit og einn gloss nú svo eru margar með nokkrar tegundur af augnskuggum, augnskugga burstum og jafnvel fínan kinnalitabursta en hér tel ég þetta ekki upp.  Við erum bara að tala um grunninn og eina snyrtibuddu, sumir eiga tvær!

Ég tók meðalverð í Hagkaup og Lyfju af vörum sem ég sjálf þekki vel og veit að vinkonur mínar nota.

MEÐAL SNYRTIBUDDA:

  • Meik eða dagkrem - 8.900
  • Hyljari - 5.200
  • Maskari - 4.900
  • Kinnalitur - 7.900
  • Augnblýantur - 3.900
  • Gloss - 3.900
  • Varalitur - 3.500
  • Augnskuggi - 6.900 (palletta)
  • Púður - 6.900
  • Augnhárabrettari - 3.000
  • Snyrtitaska – 2.000 – 5.000 

Þessi snyrtibudda kostar um 60.000 krónur

En við vitum allar hvað snyrtivörur gera mikið fyrir okkur og líklega er snyrtibuddan mest notaðasta taskan á heimilinu. Einnig er þessi taska sú sem er aldrei nógu stór!

Pössum hana vel!!

Grein af vef tiska.is