Fara í efni

Sortuæxli - þekkir þú einkennin ?

Forvarnir: Forðist ljósabekki og óhófleg sólböð.
Fara skal varlega í sólinni
Fara skal varlega í sólinni

Forvarnir: Forðist ljósabekki og óhófleg sólböð.

Vitað er að sólin getur valdið sortuæxlum. Sólböð barna og unglinga virðast vera sérstaklega hættuleg.

Ljósabekkir eru einnig mjög hættulegir. Enginn ætti því að fara í slík ljós, sérstaklega ekki börn og unglingar yngri en 18 ára. Þessar ráðleggingar eru einkum mikilvægar fyrir þá sem kunna að hafa aðra áhættuþætti.

Hér var sortuæxli fjarlægt af nefi 

a

Ef farið er í sól, hérlendis eða erlendis, skal nota sterka sólarvörn, að minnsta kosti SPF 25 (Sun Protective Factor) sem ver bæði fyrir A­ og B­geislum en gæta þess samt að vera ekki lengi í sól í einu.

Hér má sjá sortuæxli í nögl og á húð

a

Þegar sólin er hæst á lofti eru geislarnir sterkastir. Best er því að vera innandyra kringum hádegið.

Atriði sem geta bent til sortuæxlis:

a

Ósamhverfa: Sé blettinum skipt í tvennt, langsum eða þversum, eru helmingarnir ekki eins.

Óreglulegir kantar: Ytri kantur sortuæxlis er oft ekki jafn heldur óreglulegur.

Litur: Algengast er að fæðingarblettir séu einlitir og þá oftast ljósbrúnir en sortuæxli geta verið af hvaða lit sem er og oft

marglit.

Breyting: Blettir sem eru að stækka og/eða litur að breytast.

Þvermál: Mörg sortuæxli eru stærri en 6 millimetrar. Þessi regla er þó alls ekki óyggjandi.

Sé eitt eða fleiri þessara atriði til staðar getur það bent til sortuæxlis og er þá rétt að leita læknis.

Heimild: krabb.is