Tækifærin í meiðslum
Meiðsli eru illumflýjanlegur hluti af íþróttum. Meiðsli íþróttafólks eru misalvarleg, allt frá því að hafa minniháttar áhrif á afkastagetu einstaklings á æfingum og í keppnum, til þess að kippa honum út úr sinni íþróttaiðkun til lengri tíma eða jafnvel varanlega. Þegar íþróttamaður meiðist er kappkostað að hefja meðferð við meiðslunum sem fyrst og öll meðferð og endurhæfing miðar að því að koma íþróttamanninum eins hratt og örugglega í stand til að hefja keppni á ný og kostur er.
Að þessu markmiði vinna íþróttamaðurinn, sjúkraþjálfarar, læknar og þjálfarar af heilum hug. Allir leggjast á eitt við að hjálpa einstaklingnum að fá bót sinna líkamlegu meina. Inn í þessa upptalningu vantar þó eina stétt sérfræðinga sem hafa svo sannarlega lóð sem má leggja á vogaskálarnar, íþróttasálfræðiráðgjafa.
Staðreyndin er sú að meiðsli hafa oft mikil andleg áhrif á íþróttafólk. Vonleysi, reiði, einkenni þunglyndis, sjálfsefasemdir og fleiri tilfinningar gera gjarnan vart við sig hjá íþróttafólki í kjölfar meiðsla. Slíkar tilfinningar geta dregið verulega úr áhuga og vilja einstaklingsins til að sinna endurhæfingu af samviskusemi og þannig hægt á bataferlinu.
Íþróttasálfræðiráðgjafar hafa verkfæri í sinni verkfæratösku sem geta aðstoðað íþróttafólk við að yfirstíga þau andlegu áhrif sem meiðsli kunna að hafa, og í kjölfarið að öðlast vilja og áhuga á að stunda endurhæfingu af krafti, gera þær æfingar sem sjúkraþjálfarar og læknar setja þeim fyrir af samviskusemi.
Fyrsta verk íþróttasálfræðiráðgjafa í vinnu sinni með íþróttafólki sem lendir í meiðslum gengur gjarnan út á að aðstoða
einstaklinginn við að sjá tækifærin sem felast í meiðslum.
Á upphafsstigum meiðslanna er íþróttamaðurinn oft langt niðri og uppfullur af neikvæðum hugsunum og tilfinningum. Sannleikurinn er hins vegar sá að það eru tækifæri falin í meiðslum. Þegar meiðsli halda íþróttamanni frá æfingum myndast oft mikill tími. Tími sem íþróttamaðurinn getur nýtt til að þróa aðra þætti síns leiks og lífs en þróaðir eru á skipulögðum æfingum. Þetta getur falið í sér að verja meiri tíma með fjölskyldu og vinum, styrkja þá líkamlegu þætti sem mögulegt er að styrkja án þess að tefja bataferlið, kynna sér næringafræði í þaula, og það sem íþróttasálfræðiráðgjafinn mælir að sjálfsögðu helst með, að stunda andlega þjálfun, styrkja sína andlegu þætti.
Þetta eru hlutir sem gjarnan sitja hakanum hjá íþróttafólki . . . LESA MEIRA
Af vef gaski.is