Það er ekki nauðsynlegt að eiga rándýrt kort í ræktina til að komast í gott form
Hver segir að það þurfi að borga fúlgu fjár til að komast í gott form? Þess þarf nefnilega alls ekki skal ég segja þér.
Málið er þetta: Vertu dugleg/ur að nýta þér tröppurnar – þær eru afar góðar fyrir brennsluna.
Já, í raun allt sem þú þarft eru góðar tröppur og hvatninguna til að byrja að klífa þær. Þær geta verið heima hjá þér, í stigaganginum, á íþróttavellinum í stúkunni bara til að taka nokkur dæmi. Góðar tröppur úti við eða í verslunarmiðstöðinni, á spítölum og bara hvar sem þú finnur góðar, helst aðeins brattar tröppur til að dúndra þér upp.
Ávinningurinn af því að taka tröppurnar
Að taka tröppurnar hefur margskonar ávinning. Til dæmis er afar gott fyrir hjartað að þeysast upp tröppur, það styrkir læri og rass. Það bætir samhæfingu í hreyfingum og þú getur brennt um 300 kaloríum á 30 mínútum og það án þess að stíga eitt skref inn á líkamsræktarstöð.
Einnig er þetta tilvalið ef þú ert í fríi og kemst ekki í ræktina – taktu þá tröppurnar.
Byrjaðu á því að fara upp og niður í svona 10 mínútur á meðal hraða og hægt og rólega bættu í hraðann og tíman þangað til þú ert kominn í 30 mínútur án þess að blása úr nös.
Bættu svo við til dæmis að taka tvær tröppur í einu, það eykur nú hjartsláttinn til muna og brennsluna að auki.
Einnig er talað um að hlaupa upp og ganga niður afturá bak hægt og rólega. Það er erfitt en virkar.
Það er svo margt sem þú getur bætt inn í tröppu æfingarnar, til dæmis að þyngja þig með lóðum er eitt og svo er bara að nota hugmyndaflugið.
Prufaðu bara sjálf/ur og sjáðu árangurinn.