Þessi fantagóðu fegrunarráð og trix spara bæði tíma og peninga
Við hér á Kokteil elskum góð ráð og trix.
Allt sem auðveldar lífið og jafnvel sparar okkur pening um leið er kærkomið.
Hér eru nokkur góð ráð og trix sem spara orku, tíma og krónur og láta okkur líta vel út.
Átta góð fegrunarráð:
1. Fyrir fallega geislandi húð
Blandaðu einni matskeið af matarsóda saman við hreinsikremið/gelið þitt. Berðu þetta síðan á andlitið og nuddaðu mjúklega í nokkrar sekúndur. Þrífðu blönduna síðan af með volgu vatni. Þetta er gott að gera tvisvar til þrisvar í viku.
2. Lengdu líf maskarans
Þótt ekki sé æskilegt að nota sama maskarann of lengi getur samt verið gott að kunna trix til að lengja notkunartíma hans aðeins. Sumir maskarar vilja þorna allt of fljótt en til að bregðast við því geturðu sett hann í nokkrar mínútur í skál með heitu vatni eða þá sett örlítið af augndropum út í litinn.
3. Fyrir augabrúnir
Þetta er gott ráð til að halda augabrúnunum vel mótuðum og á sínum stað. En málið er að nota hárlakk. Sprautaðu hárlakki á augabrúnabursta (eða á gamlan maskara) og strjúktu yfir augabrúnirnar.
4. Fyrir augnhárin
Margar konur nota augnhárabrettara og geta ekki án hans verið. En gott ráð til að halda augnhárunum fallega uppbrettum allan daginn, eða allt kvöldið, er að nota hárblásarann á brettarann. Hitaðu augnhárabrettarann með blásaranum og krullaðu svo augnhárin. Gættu þess bara að brettarinn sé ekki of heitur svo þú brennir þig ekki.
5. Fyrir varirnar
Til að gera varirnar fyllri og meiri geturðu sett örlítinn kanil eða piparmyntuolíu út í glossið þitt. En kanillinn og olían virka vel í þeim tilgangi að gera varirnar meiri.
6. Náttúrulegar hreinsiolíur . . . LESA MEIRA