Þetta vildu karlar óska að konur vissu um typpi – Fimm mikilvæg atriði
Hvað veistu í raun mikið um typpi og hvernig best er að gæla við getnaðarlim karlmanns?
Fer umræðuefnið fyrir brjóstið á þér? Þykist þú kannski sérfræðingur í gælum?
Veistu; þrátt fyrir getgátur og gróusagnir, klámgervingu og ótal frásagnir af frammistöðu getnaðarlima – misskilning og ótrúlegustu mýtur, þá er margt ósagt um getnaðarlim karla. Sennilega ræða fæstir karlmenn stinningarvanda fyrir opnum tjöldum af þeirri einföldu ástæðu að samfélagið gerir ráð fyrir því að karlmenn séu alltaf graðir.
Ófáir reikna með því að karlmönnum standi í tíma og ótíma, að fullnæging karla sé hreint út sagt nær ósjálfráð og að allir tittlingar (nema þeir sem eru vanskapaðir) líti eins út. Sannleikurinn er hins vegar sá að fjölmargir ungir karlar glíma við risvanda, engir tveir tittlingar líta eins út og að til eru þeir karlar sem vilja alls ekki þiggja munnmök af þeirri einföldu ástæðu að slíkar gælur koma þeim hreinlega ekki til.
Á MIC er að finna forvitnilega samantekt sem gerð var á vegum vefmiðilisins og sýnir nafnlaus svör karla víðsvegar um heiminn við spurningum blaðamanns sem lagði upp með það einfalda og skemmtilega rannsóknarverkefni að fletta ofan af því hvers karlar óska að konur vissu um getnaðarliminn sjálfan og karlmennsku í svefnherberginu:
Ekki eru allir tittlingar eins:
„Ekki ganga út frá því að þó að síðasta elskhuga hafi þótt eitthvað gott, eigi það sama eftir að gilda um þann næsta. Leyfðu augnablikinu að leiða þig áfram og fylgdu innsæinu …”
„Drjólinn er viðkvæmur, engum karlmanni finnst gott að láta grípa um hann miðjan og slengja honum til og frá … ekki gera það nema spyrja fyrst …”
„Í alvöru talað, flestar gælur eru góðar og þú mátt vera viss um að ef mér líður ekki vel þá læt ég þig vita … ekki hafa of miklar áhyggjur af eigin frammistöðu og bóltækni.”
„Láttu punginn á mér í friði ….”
Af ofangreindu má draga þá rökréttu ályktun að það sem einum karlmanni þykir gott, er martröð í augum þess næsta. Rannsókn sem sem tók á kynheilsu og kynhegðun og framkvæmd var á vegum bandaríska fylkisháskólans í Indiana, leiddi í ljós að eðlileg kynhegðun er afar fjölbreytt.
Þannig mátti greina yfir 40 ólík hegðunarmynstur heilbrigðra einstaklinga sem lifðu reglubundnu og fullnægjandi kynlífi; meðan einhverjir karlar sögðust elska púnggælur, vildu aðrir ekki sjá slíka snertingu. Til voru þeir sem vildu hafa hlutina einfalda, notarlega og þægilega meðan aðrir kusu ertandi og lostafullan forleik. Eins og bera gefur að skilja sýndi rannsóknin þannig meðal annars fram á að ekki er til nein ein rétt leið til að gæla við karlmann.
Að fá og viðhalda risi er ekki alltaf auðvelt:
„Tittlingar stífna ekki bara upp af sjálfu sér og standpína er ekki ósjálfrátt viðbragð sem hægt er að viðhalda eins lengi og karlmaðurinn kærir sig um. Standpína og ris veltur ekki heldur eingöngu á makanum. Tittlingurinn rís fyrir tilstilli samverkandi þátta og fjölmargar ástæður geta legið að baki því að karlmamður missir stinninguna.”
„Já, hann er viðkvæmur fyrir áfengi. Líka áveðnum lyfjum og eiginlega bara öllu því sem ég set ofan í mig. Ég get gengið út frá því sem vísu að allt sem ég borða og drekk hafi áhrif á stinninguna.”
Stinningarvandi er ekki bara bundinn við karlmenn sem eru komnir yfir miðjan aldur. Rannsóknsem framkvæmd var árið 2013 leiddi þannig í ljós að fjölmargir karlar undir fertugu glíma við risvanda. Ástæður risvanda geta verið fjölmargar, allt frá áfengisdrykkju til sígarettureykinga og inntöku þunglyndislyfja. Stundum getur jafnvel undirliggjandi líkamlegur sjúkdómur sem eftir á að greina verið orsök þess að karlmaður fær ekki stinningu, að því ósögðu að karlmenn eru ekki alltaf jafn þyrstir í kynlíf og klámmyndir vilja láta vaka í veðri.
Til eru drjólar sem ekki vilja munnmök …
„Ég er með mjög stóran drjóla. Þannig er ég bara gerður. Auðvitað getur það verið gaman og skemmtilegt, en það er ekkert rosalega þægilegt að þiggja munmök. Ég er með stóran lim og það er ekki auðvelt að sjúga stóran lim og þess utan finnst mér það ekkert þægilegt …”
Einmitt. Það sem einum karli finnst gott líður næsta manni illa með. Ekki allir karlmenn kunna að meta munngælur og sumir vilja helst sneiða algerlega hjá því. Hér er komin önnur mýta sem poppmenningin hefur ýkt upp og þykir smart að trúa; að alllir karlar elski að fá gott tott. Sannleikurinn er sá að engir tveir karlar eu eins og þeir karlar eru til sem vilja aðrar gerðir gælna.
Engir tveir tittlingar eru eins í laginu:
„Við erum ekki allir eins og klipptir út úr klámmyndum. Ég meina, það eru til svo margar gerðir af tittlingum … minn er til dæmis boginn og það er alveg eðlilegt líka.”
„Hæ! Ekki trúa þeirri goðsögn að karlmenn af ólíkum kynþáttum séu með misstóra tittlinga! Þetta eru bara þjóðsögur! Engir tveir tittlingar eru skapaðir eins!”
Í alvöru. Til eru karlar sem eru lagðir í ákveðið einelti því tittlingurinn á þeim er svona eða hinsegin skapaður...Lesa meira