Töfrar E-vítamíns fyrir húðina
Það er löngum vitað að E-vítamín er gott fyrir húðina. Margir vita hins vegar ekki hvers vegna né hvaða áhrif það hefur á húðina.
E- vítamín er andoxandi efni sem verndar og gerir við húðina ef svo má að orði komast.
Andoxandi áhrif E- vítamíns má segja að sé eins og lyf sem dregur úr virkni stakeinda, en einmitt þessar stakeindir myndast er efnahvörf eiga sér stað í líkama okkar og þegar þessi efnahvörf eiga sér stað verður skaði á Kollagen framleiðslu og áhrif vegna þessa eru þau að húðin þornar.
Til þess að stuðla að virkni E-vítamíns verður það að fara í gegnum inntöku vegna þess að líkami okkar framleiðir það ekki. Fjölda fæðutegunda innihalda E-vítamín en ef þér finnst þú ekki vera að inntaka nógu mikið af akkúrat þeim fæðutegundum er gott að taka inn E- vítamín í töfluformi (vítamín).
Þeir sem eru að huga að því að ná E-vítamín virkni á yfirborð húðar í gegnum snyrtivörur þá eru til snyrtivörur (krem , olíur) sem innihalda E-vítamín en hafa skal í huga að í flestum tilvikum er ekki mikið um að virkni þess lifi í gegnum kemísk efni, kemísk efni draga því miður oft úr virkni náttúrulegra efna. En það er t.d vegna þess að kemísku efnin eru yfirleitt sett út í blöndur til þess að snyrtivörur endist í sem lengsta tíma í hillum verslana og slíkt magn er sett út í vinnur það gegn virkni náttúrulega efnanna.
Oftast eru það náttúrulegar og lífrænar vörur án allra kemískra efna sem ná að viðhalda virkninni í kremum.
Ef þú vilt nota E-vítamín á yfirborð húðar með snyrtivörum þá ættir þú að lesa á innihaldslýsingar eða spyrja fagaðila sem selja náttúrulega og lífrænar snyrtivörur. Einnig getur þú keypt hreina E- vítamín ríka olíu og sett nokkra dropa saman við olíu eða krem sem þú notar og þannig tryggir þú að virknin fari beint á húð þar sem E- vítamínið er ekki búið að vera lengi í sambandi við innihald kremsins ef það er með mikið af kemískum hrærum.
Anna María R
Grein birt upphaflega á tiska.is