Fara í efni

Vanillubollakökur með hindberjasmjörkremi (vegan og glúteinlausar)

Vanillubollakökur með hindberjasmjörkremi (vegan og glúteinlausar)

Nú eru íslensku berin fersk og falleg, þá er um að gera að nýta þau enda svo safarík og betri en nokkur önnur ber sem ég hef smakkað!

 

Í tilefni af 17. júní deili ég með ykkur ljúffengum vanillubollakökum með hindberjasmjörkremi sem bráðnar í munni.

DSC_5392small 2

Kökurnar eru fallega skreyttar með íslenskum berjum.

Þessar bollakökur eru töluvert hollari en þessar hefðbundu, en enginn þarf að vita það þar sem þær eru alveg jafn sætar og góðar! Þær eru glúteinlausar, vegan og innihalda náttúrulega sætugjafa.

DSC_5360small 2

Ég nota gjarnan möndlumjöl í bakstur þar sem möndlur eru mildar á bragðið, auðveldar fyrir meltinguna og ríkar af próteini og fitu. Þær eru orkugefandi og sumir telja möndlur einnig stuðla að þyngdartapi.

DSC_5446 2

Til að kremið verði að ekta dúnmjúku smjörkremi er nauðsynlegt að nota smjör. Í kremið notaði ég vegan smjör en þeir sem vilja frekar geta notað hefðbundið íslenskt smjör.

DSC_5464

Vanillubollakökur með hindberjasmjörkremi 

Vanillubollakökur

1⅓ bolli (317ml) möndlumjólk (einnig má nota haframjólk eða kasjúhnetumjólk frá Rebel kitchen

2 msk sítrónusafi

1⅓ bolli (190g) glútenlaus hveitiblanda (ég notaði white bread flour by Doves farm sem fæst í Nettó)

⅔ bolli (68g) fínt möndlumjöl frá sukrin

1 bolli (163g) kókospálmasykur, sigtaður

2 tsk vínsteinslyftiduft

1 tsk matarsódi

½ tsk salt

½ bolli avókadóolía (einnig má nota olífuolíu)

1/8 tsk vanilluduft eða 1 tsk vanilludropar (ég notaði lífrænt vanilluduft frá Naturata)

1.  Forhitið ofninn við 180 gráður. Raðið 14-16 múffuformum í bökunarform (eða smyrjið formin og sleppið múffuformum).

2. Hrærið saman möndlumjólkinni og sítrónusafanum í litið glass og leggið til hliðar svo það súrni.

3. Setjið hveitið, lyftiduft, salt og matarsóda í hrærivélaskál og sigtið kókospálmasykurinn samanvið svo engir kekkir séu. Hrærið vel. 

4. Bætið olíu, vanillu og möndlumjólkurblöndunni við og hrærið samanvið.

5. Látið deigið standa á borðinu í 30 mín áður en það fer inn. Þetta hjálpar deiginu að rísa fallegra

6. Hálffyllið múffuformin. Bakið í 16-20 mínútur eða þangað til bakað í gegn (hægt að prófa að stinga tannstöngli í). Kælið kökurnar mjög vel áður en þið smyrjið kreminu á þær.

Vegan hindberjasmjörkrem

1 bolli vegan smjör, við stofuhita (ég notaði frá Earth balance)

1 bolli og 1 msk hlynsíróp frá good good brand eða venjulegt hlynsíróp*

¼ tsk vanilluduft eða 1 tsk vanilludropar (ég notaði lífrænt vanilluduft frá Naturata)

10 dropar steviudropa með hindberjabragði (ég notaði þessa frá good good brand en einnig má sleppa og bæta 2 msk hlynsírópi)

¼ tsk salt

70-80 gr íslensk hindber, eða notið frosin ber

1. Látið vegan smjörið og hindberin við stofuhita í nokkrar klukkustundir eða yfir nóttu. Bæði verður að við mjúkt áður en kremið er hrært saman.

2. Byrjið á að útbúa hindberjamauk með því að hræra berjum vel saman í blandara. Setjið berin í gegnum fínt sigti svo steinarnir eru fjarlægðir og úr verður tær hindberjavökvi. Mælið út ¼ bolla af hindberjavökvanum til að nota. Steinarnir og það sem eftir liggur í sigtinu má geyma og bæta útí hafra- eða chia graut.

3. Sameinið næst öll hráefni fyrir kremið, nema hindberjavökvann, í hrærivél eða handþeytara. Hrærið þar til þið fáið silkimjúkt krem. Bætið þá hindberjavökvanum við.

4. Setjið kremið strax í sprautupoka og skreytið bollakökurnar. Ef kremið er kælt áður en það er sett á kökurnar þarf að hræra það örlítið upp áður en það er sett á kökurnar. Kökurnar geymast vel í kæli með kreminu.

Gott að vita fyrir uppskriftina: Eðlilegt er að bollakökurnar rísi en falli svo örlítið eftir að þú hefur tekið þær úr ofninum. Þar sem engin egg eru til staðar. Þær ættu að vera örlítið mjúkar daginn eftir en engu að síðu fullbakaðar og bragðgóðar.

*Hægt er að nota hunang í staðinn fyrir hlynsíróp í kreminu. Ég prófaði að nota kókospálmasykur í eina tilraun en útkoman varð ekki góð og nauðsynlegt fyrir áferð og útlit á kremi að hafa ljóst síróp eins og hlynsíróp eða hunang.

Allar vörur fást í Nettó.

DSC_5455 2

Á sumrin þykir mér mikilvægt að hafa hollustu í fyrirrúmi, enda engin betri leið til að njóta sumarsins en frískleg og orkumikil.

Ef vilt læra hvernig á að borða fyrir meiri orku og frískari líkama eða vilt skipulagið til að breyta mataræðinu (án þess að þú þurfir að hætta að borða nammi) mæli ég með að skrá þig hér til að fá uppskriftir og einföld ráð að orkuríkara lífi í sumar! Alveg ókeypis!

3 einföld skref semhalda sykurlöngun burt, brenna fitu náttúrulega og tvöfalda orkuna! (5)

Þetta er stuttur fyrirlestur á netinu með mér þar sem þú lærir 3ja skrefa formúlu mína til að fá meiri orku í sumar! Nú er síðasta vikan runnin upp þar sem þessi fyrirlestur verður í boði, svo það er um að gera að grípa gæsina á meðan þú getur.

Með skráningu á fyrirlesturinn lærir þú einnig meira um Frískari og orkumeiri á 30 dögum sem er a-ö áætlun til að auka orkuna, losna við sykurlöngun varanlega og léttast á náttúrulegan hátt.  Nú hafa yfir 200 tryggt sér námskeiðið með þvílíkt flottan árangur og umtalað hversu auðvelt og bragðgott námskeiðið er! Lýkur skráningu á námskeiðið á næstu dögum. 

Eigðu æðislegan þjóðhátíðardag!

Heilsa og hamingja,
jmsignature