Fara í efni

Verið GRÆN: Umhverfisvænar og margnota flöskur rokka

Það er svo mikilvægt að hugsa um umhverfið og jörðina okkar fallegu. Við fundum umhverfisvænar margnota flöskur um daginn í Epal.
Verið GRÆN: Umhverfisvænar og margnota flöskur rokka

Það er svo mikilvægt að hugsa um umhverfið og jörðina okkar fallegu.  

Við fundum umhverfisvænar margnota flöskur um daginn í Epal.  En flöskurnar heita „24 bottles" og eru þær umhverfisvænar, endingargóðar og margnota flöskur úr ryðfríu stáli. Flöskurnar koma í mörgum litum svo hver og einn ætti að geta fundið lit við sitt hæfi.

Flöskurnar eru góðar í ræktina, í ferðalagið, í vinnuna og í bílinn. Ásamt litríku og flottu vatnsflöskunum þá eru einnig til minni stálflöskur sem henta vel undir krydd og ólífuolíu en ryðfrítt stál er besta efnið til að viðhalda gæðum kryddsins og olíunnar.

Hægt er að merkja litlu flöskurnar, hér eru flöskur sem geyma kaffi, mjólk, sykur og sýróp

 

Flottar fjölnota flöskur í eldhúsið.. smart hönnun

Mitt mat:
Ég á tvo unga drengi sem eru forfallnir Caprisun menn en sykur innihaldið í þeim er ekki alveg að mínu skapi.  Þeir völdu hver sinn lit af 24 bottles og þeim finnst í dag jafn mikið sport að drekka vatn úr þessum brúsum eins og að þamba sykurmikla djúsa í tíma og ótíma.

Nánar á www.epal.is

 

Eva Dögg 
eva@tiska.is

Sjá nánar á vef tiska.is