Fara í efni

Verkir í mjöðm - grein frá Netsjúkraþjálfun

Að verkja í mjöðmina við göngu eða hlaup gæti bent til margvíslegra vandamála til dæmis stífir/aumir vöðvar, bólgur í vöðvafestum, bólga í hálabelg(e. bursitis) og mögulega slitbreytingar í mjaðmalið.
Verkir í mjöðm - grein frá Netsjúkraþjálfun

Að verkja í mjöðmina við göngu eða hlaup gæti bent til margvíslegra vandamála til dæmis stífir/aumir vöðvar, bólgur í vöðvafestum, bólga í hálabelg(e. bursitis) og mögulega slitbreytingar í mjaðmalið.

Mjaðmaliðurinn er ekkert frábrugðinn öðrum liðum að því leitinu að hann þarf að hreyfast eðlilega. Til dæmis við mikla kyrrsetu þá er mjöðmin mikið í beygju og reynir lítið á réttuna(e. extension). Við þurfum á réttunni í mjöðminni að halda þegar við göngum og hlaupum. Einnig er mjög algengt að fólk sitji með krosslagðar fætur á marga vegu en það þýðir útsnúningur(e. external rotation) í mjöðm og þá vantar okkur uppá innsnúninginn(e. internal rotation) í mjöðminni sem við þurfum einnig á að halda í göngu og enn meira í hlaupum. Með þessu má segja að við séum að stífa mjaðmaliðinn með því sem við gerum dags daglega.

Með því að vera með skertan hreyfanleika í mjaðmaliðnum þýðir það erfiðari vöðvavinna fyrir vöðva í kringum mjaðmaliðinn eins og rassvöðva stóra sem smáa, aftanlærisvöðva og framanlærisvöðva. Við stífnum þá frekar upp og leitum í lélegt hreyfimunstur. Mjög algengt er að framanlærisvöðvar verði mjög stórir og sterkir en rassvöðvar slappir sem getur einnig leitt af sér verki niður í hné og jafnvel ökkla.

Verkir í mjöðm geta einnig verið vegna gikkpunkta(e. trigger points) í rassvöðvum og oft getur verið einfalt að eiga við slíka verki, t.d. nuddbolti eða nuddrúlla á aum svæði og styrkja þá vöðva sem eru slappir í kring. Einnig getur verið gott að gera liðkandi æfingar fyrir mjaðmaliðinn.

Góð regla er að fara fyrr en seinna að finna lausn á sínum vanda þar sem það bæði einfaldar og flýtir fyrir bataferlinu.

 

Hér að ofan má sjá dæmi um gikkpunkta(e.trigger points)

Grein frá netsjukrathjalfun.is