Fara í efni

Áhugaverðar staðreyndir um vöðva

Vöðvarnir eru ekki bara taugar og með því. Þeir eru gerðir úr flóknum samsetningum af vefjum sem hjálpa þér að hreyfa þig og í leiðinni brenna kaloríum og fitu sem gerir þig granna og heldur þér í góðu formi.
Vöðvar eru þyngri en fita
Vöðvar eru þyngri en fita

Vöðvarnir eru ekki bara taugar og með því. Þeir eru gerðir úr flóknum samsetningum af vefjum sem hjálpa þér að hreyfa þig og í leiðinni brenna kaloríum og fitu sem gerir þig granna og heldur þér í góðu formi.

Gerðu þér greiða, lærðu að þekkja vöðvana þína. Þeir eru miklu áhugaverðari en þú heldur.

Vöðvar geta verið upp undir 70% vatn segir Monica Nelson en hún situr í American Council on Exercise og er lærður einkaþjálfari. Og vegna þessa, skaltu alltaf hafa með þér vatn þegar þú ert á ferðinni. Vöðvarnir þurfa vökvun reglulega.

Vöðvavefir eru um 35 til 40% af líkamsþyngd. Hafðu þetta í huga þegar þú stekkur á vigtina.

Fyrir hvert kíló af vöðvum getur venjuleg manneskja brennt aukalega um 50 kaloríum. Já, allt í einu eru tölurnar á vigtinni ekki svona svakalegar.

Að nota þyngri lóð þegar þú æfir gerir þig ekkert endilega sterkari. Til þess að auka á styrkinn skaltu hafa æfingar fjölbreyttar og passa að lóðin séu ekki of þung fyrir þig.

Þó þú sjáir ekki strax mun á þér ef þú ert að grenna þig, þá getur þú samt æft ákveðna vöðva til að tóna þá. Gerðu bara æfingar sem að beinast eingöngu að þeim líkamshluta sem þú vilt tóna. Axlir, magi, fætur. Eftir smá tíma ferðu að sjá mun. Mundu samt að brenna fitunni líka.

Það tekur um 200 mismunandi vöðva að taka eitt skref. Það sama gildir um hnébeygjur og fleiri æfingar.

Vöðvar leggja á minnið hreyfinga munstur segir Lee Boyce þjálfari. Þannig að ef þú tekur pásu frá æfingum í einhvern tíma að þá þarftu ekki nema að hita vel upp þegar þú byrjar aftur að æfa.

Líkaminn okkar er svo ótrúlegur. Förum vel með hann.

Heimildir: womenshealthmag.com