Fara í efni

5 hollráð til að flýta fyrir og uppskrift

Kannastu við að vera búin að vera á hlaupum allan daginn og áður en þú veist eru garnirnar byrjaðar að gaula og þú ekki búin að undirbúa neitt til að borða? Þetta kemur fyrir alla. En þetta er einmitt tíminn sem maður er í mestri hættu á að grípa sér eitthvað fljótlegt og óhollt. Það sem ég hef fundið hjálpa mér gríðarlega við að halda mataræðinu góðu er að vera búin að gera smá undirbúning fyrir vikuna.
5 hollráð til að flýta fyrir og uppskrift

Kannastu við að vera búin að vera á hlaupum allan daginn og áður en þú veist eru garnirnar byrjaðar að gaula og þú ekki búin að undirbúa neitt til að borða?

Þetta kemur fyrir alla. 

En þetta er einmitt tíminn sem maður er í mestri hættu á að grípa sér eitthvað fljótlegt og óhollt. 

Það sem ég hef fundið hjálpa mér gríðarlega við að halda mataræðinu góðu er að vera búin að gera smá undirbúning fyrir vikuna.

Þá er ég ekki endilega að tala um að vera komin með fullbúin matseðil og elda allt frá grunni (þó svo að það geti sannarlega hjálpað líka). Heldur er ég að tala um að sjóða eða elda 1-2 hráefni til að eiga fyrir vikuna tilbúið í ísskápnum til að grípa í. 

Þannig getur maður verið með tilbúin svokallaðan “grunn” í næstu máltíð og er fljótur að henda saman einhverju sniðugu á 5 mín.

Hér deili ég með þér 5 hollráðum sem ég nýti mér til þess að flýta fyrir sem ég nýti mér gjarnan:

  • Búðu til stóra uppskrift af boosti á morgnanna og notaðu sem 2 millimál yfir daginn (1 fyrir hádegi og 1 eftir hádegi)
  • Skerðu niður sætar kartöflur í munnbita og annað rótargrænmeti (kryddaðu með kryddum eins og rósmarín, oreganó, salti og pipar) og eldaðu. Áttu síðan inní ísskáp til að grípa
  • Sjóddu stóran skammt af kínóa eða brúnum grjónum til að eiga inní ísskáp til að grípa í.
  • Áttu til baunir í dós (kjúklingabaunir, svartar baunir, smjörbaunir t.d) eða sjóddu sjálf/ur og hafðu inn í ísskáp. 
  • Eldaðu stóran skammt á kvöldin og borðaðu í hádegismat daginn eftir.

Hér kemur 1 uppskrift sem er m.a á matseðli í “Sterkari á 16” þjálfun sem hefst á föstudaginn!

 

 Fljótlegur og hollur kínóa réttur

-fyrir 1

-Frosið eða ferskt grænmeti (blandað)
-1 bolli soðið kínóa
-1 egg
-Sósa að eigin vali (hægt að nota salsa, hummus, kotasælu t.d)
-Krydd að eigin vali (t.d paprikukrydd, hvítlauksduft, salt og pipar)
-Handfylli af fersku salati

1. Byrjaðu að steikja grænmetið á pönnu
2. Bættu síðan 1 bolla af soðnu kínóa við og hrærðu
3. Settu síðan 1 egg og kryddaðu, hrærðu þar til tilbúið
4. Settu ferskt salat í skál og heltu innihaldi pönnunnar yfir 

Gott að toppa með avocadó (1/4 ca) og sósu/hummus 

Ég vona að þetta gefi þér hugmyndir og hjálpi þér í undirbúningnum því öll erum við með mis mikinn tíma fyrir dúllerí í eldhúsinu.

En ég legg einmitt áherslu á auðvelt og þægilegt mataræði í “Sterkari á 16” þjálfun, þannig að þú getir haldið mataræðinu hollu og góðu þrátt fyrir annríki. 

Þannig ef þú ert tilbúin að upplifa sterkari líkama, meiri orku og vellíðan, smelltu hér og vertu með.

Vonast til að sjá þig í þjálfun

Heilsukveðja,

Sara Barðdal

ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi