Fara í efni

Ávaxta/Hnetu Spelt Brauð – Vegan, án soja og viðbætts sykurs

Frábært að eiga til að grípa í eða taka með í vinnuna.
Ávaxta/Hnetu Spelt Brauð – Vegan, án soja og viðbætts sykurs

Frábært að eiga til að grípa í eða taka með í vinnuna.

Fullt af hollustu og gott fyrir alla fjölskylduna.

Uppskrift er fyrir 8-10 stykki.

Hráefni:

¾ bolli af höfrum, settir í blandara svo þeir verði eins og hveiti – mega vera glútenlausir

¾ bolli af spelti

½ tsk af matarsóda

½ tsk af baking soda

½ tsk af góðu salti

1 bolli af fínt söxuðum valhnetum

1 bolli af trönuberjum

2 stórar döðlur, láta liggja í bleyti og blanda í mauk

3 flax egg (3 msk af hörfræjum + 9 msk af vatni, láta liggja í 5 mínútur)

1 tsk vanilla extract

¾ bolli af möndlumjólk

Leiðbeiningar:

Forhitið ofninn í 180 gráður. Undirbúið form sem þolir bakstur í ofni með smjörpappír eða nonstick spray.

Byrjaðu á því að setja hafra í blandarann þinn og blandaðu þar til hafrar eru eins og duft eða hveiti.

Takið stóra skál og setjið öll þurrefnin ásamt hnetum og berjum og blandið saman.

Í aðra minni skál skal blanda saman öllum vökva, ásamt flax eggi, mjólkinni og döðlumauki.

Setjið nú blautu hráefnin saman við þessi þurru og hrærið vel saman.

Takið nú skeið og setjið deig í mótið, það á að vera þykkt. Fletjið það út með spaða þannig að það sé slétt að ofan.

Látið bakast í 40-45 mínútur eða þar til efstalagið er örlítið stökkt og styngið prjóni í miðju og hann á að koma hreinn út. Þá er brauðið tilbúið.

Látið kólna, skerið í lengjur og njótið vel!