Fara í efni

Einfalt karamellu-saltkex góðgæti með súkkulaði

Það er alltaf ákveðinn sjarmi við það að gera sitt eigið góðgæti í stað þess að kaupa það tilbúið út úr búð. Þetta hér er algjört sælgæti og frábært að eiga um helgi til að maula og gæða sér á.
Einfalt karamellu-saltkex góðgæti með súkkulaði

Það er alltaf ákveðinn sjarmi við það að gera sitt eigið góðgæti í stað þess að kaupa það tilbúið út úr búð.

Þetta hér er algjört sælgæti og frábært að eiga um helgi til að gæða sér á.

Þetta góðgæti á við hvenær ársins sem er.

Súkkulaði, salt og karamella – það getur ekki klikkað!

 

 

 

Það sem þarf

Þunnt ferkantað saltkex (um 30 til 40 kökur)

1 bolli smjör

2 msk dökkur púðursykur

1 poki súkkulaðidropar

Aðferð

Hitið ofninn að 180 gráðum.

Setjið álpappír í ofnskúffu og spreyið með bökunarspreyi (smjörpappír ofan á álpappírinn gæti líka gengið).

Raðið saltkexinu í þéttar raðir á bökunarplötuna.

Bræðið smjörið í potti við lágan hita.

Þegar smjörið er bráðið bætið þá púðursykrinum saman við og hækkið hitann aðeins.

Hrærið stöðugt í þar til blandan fer að sjóða. Leyfið henni þá að sjóða í 3 mínútur.

Hellið blöndunni síðan yfir kexkökurnar og gætið þess að þekja þær allar vel.

Setjið inn í ofn og bakið í 5 mínútur.

Takið þá út úr ofninum og dreifið súkkulaðidropunum strax yfir – og setjið síðan álpappír yfir í 3 mínútur svo súkkulaðið bráðni. Notið sleif til að dreifa úr því og þekja.

Mjög gott er svo að dreifa pekanhnetum, eða öðrum hnetum og möndlum, yfir að lokum.

Þekið síðan aftur með álpappír og setjið inn í frysti í svona 20 mínútur.

Að því loknu er þetta brotið í bita.

Hægt er að sjá myndband HÉR

Og svo er bara að njóta!

Uppskrift fengin af vef kokteill.is