Einföld og holl millimál til að taka með í ferðalagið
Sumarið er sannarlega tíminn til að sleikja sólina og vera eins mikið úti og mögulegt er.
Þá er sniðugt að hafa eitthvað fljótlegt og hollt með í veganestið þegar svengdin kallar. Í dag langar mig að sýna þér nokkra sniðuga kosti sem þægilegt er að hafa með í ferðalagið, útilegu eða útiveru/lautarferðina.
Í þessari og næstu viku mun ég deila með þér mínum uppáhalds matvælum sem fást í verslunum Nettó auk einfaldra uppskrifta eftir mig. Í dag verður það snarl og millimál en í næstu viku deili ég fljótlegum morgunverðum sem henta vel í útileguna, í ferðalög og jafnvel sem snarl með í flugvél.
Sniðugir kostir til að grípa sér í búðinni
Munið að kíkja á innihaldslýsingarnar. Það er góð regla að velja kost með sem fæstum hráefnum í og helst bara hráefnum sem þú þekkir (eða getur allavega borið fram!)
Fleiri keyptar hugmyndir:
Grænir safar
Raw próteinstangir
Kókosflögur
Þurrkað mangó
Hnetu- og fræblöndur
Dökkt lífrænt súkkulaði
Litlar gulrætur og gúrkur, með hummus
Gúrka og gulrætur í krukku með tahini!
Bananar
Þurrkaðar apríkósur
Þurrkaður þari
Bláber
Súkkulaðihúðuð mórber
Nakd bar
Mary’s gone crackers kex
Hnetusmjör
Ef tími gefst finnst mér einnig ofboðslega gaman að taka með mér heimagerðar súkkulaðikúlur. Ommnomm! Uppskrift finnur þú hér.
Fleiri einfaldar uppskriftir af millimáli frá mér:
Hrökkbrauð
Gulrótamuffins
Muffin toffee jógúrt
Tamari ristaðar möndlur (úr Lifðu til fulls bókinni)
Chia og hamp Orkustangir (úr Lifðu til fulls bókinni)
Súkkulaði orkubitar (úr Lifðu til fulls bókinni)
Hér má einnig skoða tillögur frá mér þar sem ég deili einhverju af því sem ég tek með mér til að halda í hollustu á ferðalaginu!
Ég vona að þessar hugmyndir komi sér vel.
Heilsa og hamingja,
P.S. fylgstu með mér á ferðalagi mínu um Evrópu og Asíu í sumar á Instagram!