Fífla síróp frá Dísu Óskars á Skjaldarvík
Fífla síróp - Dísa Óskars
Það er eitthvað svo dásamlegt við það að nota hráefni sem aðrir líta á sem illgresi.
Og ef þú hefur ekki prófað að gera fíflahunang/síróp, maður lifandi, þá á þetta eftir að
gleðja þig mjööög mikið. Þetta er alger snilld með ostum og ofan á ost til að baka í ofni.
Að sjálfsögðu er líka hægt að nota þetta sem sætu í teið sitt og bara allt mögulegt.
Hráefni:
250 gr. fíflablóm
1 sítróna
1 l vatn
1 kg. sykur
Svona gerum við:
Þvoið blómin í köldu vatni, setjið í pott ásamt niðurskornum sítrónum, sjóðið saman í 3-5 mínútur,
kælið yfir nótt. Sigtið og sjóðið upp með sykrinum þar til réttri þykkt er náð, getu tekið allt upp í 1 klst.
P.s. þar sem ég er lítið fyrir mál og vog þá finnst mér best að gera þetta svona...
Tína fíflablómin, hreinsa þau og setja í pott með 1-2 sítrónum fer eftir magni,
láta vatn rétt svo fljóta yfir og sjóða í ca 5 mín, kæla yfir nótt. Sigta vökvann frá daginn
eftir og setja jafn mikið af sykri og vökvanum í pott og sjóða niður þar til óska þykkt er komin á sírópið.
Hægt er að fá enn gulara síróp með því að nota engöngu gulu laufin úr blóminu -
ég nota alltaf allan hausinn, það er mun fljótlegra og ljómandi gott :)
Gangi ykkur rosa vel með þetta og verði ykkur að góðu
Dísa
disaoskars.com
Hér er svo viðtal við Dísu sem Heilsutorg tók við hana.