Uppáhalds pastaréttur Maríu hjá Vivus

María Kristín þjálfari hjá VIVUS sendi okkur eina af uppskriftunum sem slær alltaf í gegn á hennar heimili.
Endilega kíkið á pistlana frá VIVUS þjálfun, þau eru reglulegir pennar hér á síðunni hjá okkur.
Þessi uppskrift slær alltaf í gegn á mínu heimili segir María Kristín þegar hún er beðin um góða
uppskrift - Dásamlegt þegar allir eru sáttir og sammála hvað eigi að borða.
Ég tók hana úr Léttum réttum Rikku fyrir mörgum árum síðan og hef haldið vel í hana.
-
250g beikonsneiðar
-
150g ferskur parmesan
-
6 eggjarauður
-
100ml matreiðslurjómi
-
1msk smjör
-
2 hvítlauksrif, pressuð
-
400g spaghetti (ég notaði tagliatelle)
-
1 1/2 msk ólífuolía
-
Salt og pipar
Hita beikon í ofni. Rífa helminginn af parmesan ostinum niður og blanda saman við eggjarauðurnar
og matreiðslurjómann - ég nota svo töfrasprota til að þeyta þetta allt saman.
Sjóða spaghetti a la dente, steikja svo hvítlaukinn úr smjöri, bæta soðnu spaghettiinu, beikoninu og
eggjarauða blönduni saman við og blanda saman í örskamma stund.
Setja á diska, steinselja og parmesan ofan á, salt og pipar eftir smekk og VOILA besti
fjölskyldurétturinn klár á borðið :)