Geggjað ristað brauð með avókadó og grænkáls tapenade
Súper hollt ristað brauð með avókadó og grænkáls tapenade.
Alveg þess virði að skella í tapenade og eiga.
Uppskrift er fyrir tvo.
Hráefni:
2 stór egg – soðin (Poached)
1 þroskað avókadó, hreinsa það til og skera í sneiðar
2 tsk af tahini
2tsk af graskersfræjum
2 tsk af chia fræjum
2 msk af tapenade
Ferskur svartur pipar
Gott og gróft brauð, má vera glútenlaust en þarf að vera gott að rista
Hráefni fyrir tapenade:
1 bolli af ferskum grænkálslaufblöðum
½ bolli af steinalausum ólífum
1 tsk af graskersfræjum
½ tsk af spirulina
1 hvítlauksgeiri
1 msk af sítrónu safa – ferskum
2 tsk af extra virgin ólífuolíu
Klípa af grófu salti
Leiðbeiningar:
Slettu tahini sósu yfir brauðið og bættu svo avókadó sneiðunum ofan á ásamt egginu (poached).
Setjið tapenade hráefnin í blandara og látið blandast saman með því að nota pulse takkann tvisvar. Setjið tapenade í loftæmt ílát.
Bætið matskeið af súperfæðis tapenade ofan á brauðið þitt og skreytið með graskers og chia fræjum.
Berið fram og njótið vel!