Glútein og mjólkurlaust laufabrauð
Þetta er eitthvað sem að ég er búin að vera mikla fyrir mér í rúm 5 ár en þar sem að ég er föst heima í sóttkví þá er væntanlega aldrei betri tími enn akkúrat núna til að prófa að steikja mjólkur og glúteinfrítt laufabrauð.
Til að byrja með skoða ég uppskriftir útum allt og á endanum ákvað ég að breyta uppskrift sem að ég fann á leiðbeiningastöð heimilanna.
Innihaldsefni:
- 3 dl kókósmjólk ( frá koko – í fernu - fæst td í Fjarðakaup, Víði, Krónunni)
- 40 gr smjörlíki (ljóma)
- 1 msk hrásykur
- 1 tsk salt
- 500 gr GF hveiti ( ég notaði Dove’s farm plain bread flour blend)
- Palmín kókóssteikingarfeiti
Aðferð:
Mjólkin og smjörlíkið er soðið saman og síðan blandað útí þurrefni. Ég geri þetta í hrærivélinni á hægri stillingu og læt hana um að hnoða deigið saman. Þar sem að GF deig er alveg fáránlega viðkvæmt þá fór ég bara strax í að fletja út kökurnar og var ekkert að skera neitt út í þær. Enda er það bragð og áferð sem ég er að sækjast eftir ekki föndrið. Ég flatt út kökurnar á milli tveggja arka af bökunnarpappír og gataði svo kökurnar með gaffli áður enn ég setti ofan í sjóðheita feitina. Lét vera í feitinni (sneri smá við) þar til laufabrauðið var orðið gyllt. Veiddi síðan uppúr og lagði brauðið á eldhúspappír til að draga í sig feitina.
Náði alveg heilum helling af kökum úr þessu og er að verða búin að borða á mig gat!!