Bilað góðir blómkálsvængir með ranch-sósu!
Ég er með algjört æði fyrir þessum blómkálsvængjum! Ég held stundum að ég sé að “svindla” í mataræðinu þegar ég tek djúsí bita af þessum brakandi “vængjum” og þarf að minna mig á að þeir eru ekkert nema meinhollir og stútfullir af næringu!
“Vængirnir” eru ekkert venjulegir og eru sérlega bólgueyðandi, orkugefandi og góðir fyrir meltinguna. Eitthvað sem flest okkar þurfa eftir ferðalög og frí.
Ég verð þó að játa að fyrst um sinn miklaði ég fyrir mér hvernig í ósköpunum ég gæti gert djúsí vængi úr blómkáli en þegar upp var staðið er uppskrifin afar einföld og nokkuð skemmtileg í framkvæmd!
Til að útskýra þetta á sjónrænan hátt tók ég skref-fyrir-skref myndir.
Blómkál, túrmerik-sólskinsdressingin mín og deigið (sem inniheldur aðeins 5 hráefni) er eina sem þarf í þessa syndsamlega góðu “vængi”.
Byrjað er á að hræra saman í deig með góðu handafli og písk.
Þá næst er blómkálið skorið. Mér þykir fallegast að rífa blómkálið með höndum í stað þess að skera það með hníf.
Blómkál hjálpar að koma jafnvægi á hormón og er sérlega ríkt af C og K vítamíni!
Blómkálinu er dýft í deigið og sett á ofnplötuna. Þetta fer síðan í bakarofninn í 15 mínútur.
Túrmerik-sólskinsdressingunni er penslað yfir blómkálið og bakað í aðrar 15-20 mín.
Túmerikdressingin er í sérlegu uppáhaldi hjá mér þessa dagana og kemur með sólskin í hjartastað. Þessir blómkálsvængir eru frábærir sem meðlæti með flestum mat og tilvalidir í partýið.
Bilað góðir túrmerik-blómkálsvængir með ranch-sósu
1 blómkálshaus
sólskins-túrmerikdressingin mín
Blómkálsdeig
3/4 bolli glútenlaus hveitiblanda (ég notaði white bread flour by Doves farm sem fæst í Nettó)
1 tsk oregano
1 msk næringarger
1/2 tsk chilipipar (eða notið papríku duft ef þið viljið mildari vængi)
3/4 bolli möndlumjólk/rísmjólk eða vatn (ég notaði heimagerða möndlumjólk)
Ranch-sósa
4 msk vegan majónes (ég notaði frá Follow your heart)
2 msk fersk steinselja skorin
1 msk eplaedik eða sítrónusafi
1 tsk hlynsíróp eða hunang (einnig má nota 2-3 steviudropa)
½ tsk hvítlauksduft
½ tsk laukduft
½ tsk malaður svartur pipar
salt eftir smekk
Borið fram með:
ferskri steinselju, sellerý- og smágúrkusneiðum
1. Hitið ofninn við 220 gráður.
2. Rífið blómkálið í “vængi” og leggið til hliðar.
3. Hrærið þurrefnum saman í skál og bætið við helmingnum af vökvanum. Hrærið saman með písk þar til kekkjalaust og bætið við restinni af vökvanum. Deigið ætti að vera örlítið þynnra en hefðbundið pönnukökudeig.
4. Veltið blómkálinu uppúr deiginu. Gott er að þurrka aðeins af blómkálinu því þið viljið ekki að deigið utan um blómkálið sé of þykkt. Raðið blómkálinu á ofnplötu þakin bökunarpappír og bakið í 15 mín.
5. Á meðan má gera túrmerikdressingu og ranch-sósu. Til að gera ranch-sósuna eru hráefni þess sett í skál og hrært með gafli.
6. Þegar blómkálið hefur bakast í 15 mín má taka það út og pennsla túrmerikdressingunni yfir. Bakið í aðrar 15-20 mín.
7. Berið fram með meira af ranch-sósu, gúrku og sellerýsneiðum og fegrið með ferskri steinselju og rauðu chilli.
Hollráð:
Blómkálsvængirnir eru einnig góðir hitaðir upp ef verður afgangs og endast í kæli í allt að 7 dögum.
Ranch-sósan endist í kæli í allt að viku og góð með mörgum grillmat.
Túrmerik dressinguna má nota yfir salöt, kínó eða hvað sem þig dreymir um! Hún kemur með sólskin í hjartað!
Allar vörur fást í Nettó.
Ég vona að þú njótir þessara blómkálsvængja eins mikið og ég hef gert síðustu daga! Það er ekki oft sem ég geri uppskriftir aftur og aftur en þessi hefur sko aldeilis verið gerð oftar en ég get talið og það er aðeins kominn júlí!
Eitt það ánægjulegasta við starfið mitt (fyrir utan allan góða matinn) er að heyra árangursögur um breytt líf og varanlegan lífsstíl með fullt af orku og betri heilsu - frá þeim sem fara í Nýtt líf og Ný þú 4 mánaða þjálfunina mína!
Ég er spennt fyrir haustinu því við erum að fara af stað með Nýtt líf og Ný þú þjálfunina! Þjálfunin er aðeins haldin árlega og takmörkuð pláss í boði.
Hægt er að skrá sig á forgangslista þjálfunar hér og fá uppskriftir og nánari upplýsingar.
Þetta er er síðasta uppskriftin í bili frá mér en við hjá Lifðu til fulls erum farin í 2ja vikna frí og byrjum fersk á ný með fleiri ráð og uppskriftir til þín eftir verslunarmannahelgi! :)
Gleðilegt sumar!
Heilsa og hamingja,