Fara í efni

Grænt Byggotto með kjúkling, fetaosti og rauðrófum

Hefur þú prufað Byggotto ?
Grænt Byggotto með kjúkling, fetaosti og rauðrófum

Ef þú hefur ekki prufað Byggotto þá er hér alveg sérlega tilvalið tækifæri á að skella í þessa uppskrift og bragða á herlegheitunum. 

Þessi uppskrift er fyrir 4.

 

 

 

 

 

 

 

Byggottó:

300 g perlubygg

700 ml kjúklingasoð (eða vatn og kraftur)

2 stk fínt saxaður shallotlaukur

1 stk fínt saxaður hvítlauksgeiri

50 g rifin parmesanostur

60 g 36% sýrður rjómi

100 g grænar ertur

50 g strengjabaunir

50 g grænkál í strimlum

2 msk kryddjurtaolía 

1 msk olífuolía

Aðferð:

Byggið, shallotlaukurinn og hvítlaukurinn er svitað létt í olífuolíunni í heitum potti og helmingnum af soðinu er bætt í pottinn og látið sjóða. Þegar mestur hlutinn af soðinu hefur gufað upp er restinni af soðinu bætt út í í nokkrum skömmtum og hrært reglulega í bygginu á meðan. Þegar byggið er full soðið er sýrða rjómanum og kryddjurtarolíunni hrært saman við og potturinn tekin af hitanum.

Baunirnar eru soðnar í um það bil 1 mínútu í saltvatni og þeim síðan bætt út í byggottóið og það smakkað til með smá salti

Rauðrófan:

1 stk rauðrófa (um það bil 150 g)

3 msk salt

Aðferð:

Rauðrófan er bökuð með saltinu í lokuðu eldföstu móti í 90 mínútur við 200°C. þegar rófan er tilbúin þá er hún látin kólna í stutta stund áður en hún er afhýdd, skorin í bita og skipt jafnt yfir byggottóið.

Kjúklingurinn:

600 g kjúklingabringa (4 litlar bringur)

50 g fetaostur í kryddolíu

2 msk kúmen

Aðferð:

Kjúklingabringurnar eru steiktar á pönnu í um það bil 3 mínútur á hvorri hlið. Setjið bringurnar í eldfast mót, dreifið feta ostinum yfir ásamt kúmeninu og bakið bringurnar í ofni í um 20 mínútur við 180°C eða þar til kjarnhitinn hefur náð 72°C. Sneiðið bringurnar og leggði þær yfir byggottóið á disknum.

Höfundar uppskriftar eru:

Steinn Óskar Sigurðsson, matreiðslumaður og liðsmaður í kokkalandsliðinu og

Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur.