Hér er hún komin – lang besta ristaða sneiðin með avókadó
Eigum við ekki að fara með hina ristuðu avókadó brauðsneið á næsta stig með prótein pökkuðum belgbaunum, sætu korni og rauðum pipar.
Bragðlaukarnir munu dansa af gleði.
Uppskrift er fyrir 4 sneiðar.
Hráefni:
4 þykkar sneiðar af grófu brauði – má vera glútenlaust
1 stórt avókadó
1/3 bolli af frosnum belgbaunum – enn í belgnum
1 lime
Hvítlauksgeiri
1 scallion – skorinn þunnt
½ bolli af sætu korni
½ bolli af niðurskornum tómötum
½ bolli af kóríander
¼ bolli af hemp fræjum – má sleppa
Salt eftir smekk
Muldar rauðar piparflögur eftir smekk
Ólífuolía til að dropa yfir
Leiðbeiningar:
Ristið brauðið.
Leggið belgbaunir í volgt vatn í litla skál.
Takið kornið af stönginni og mælið magn í ½ bolla.
Stappið belgbaunir í litla skál og stappið svo avókadó saman við.
Bætið scallion lauk og korni saman við.
Bætið nú safa úr hálfu lime, ásamt salti og blandið og smakkið til. Bætið meiri lime safa og salti ef þér finnst þess þurfa.
Þegar brauðið er ristað þá skal nudda hvítlauksgeira ofan á hverja brauðsneið.
Smyrjið svo avókadó blöndu jafnt á allar brauðsneiðar.
Toppið hverja sneið með ólífuolíu og muldum rauðum piparflögum, hemp fræjum, tómötum og kóríander. Einnig má nota meira salt og lime safa ef þú vilt.
Njótið vel!